Stærsti vandi íslensks réttarfars 11. febrúar 2005 00:01 Það fer eftir því hvernig Hæstiréttur er mannaður hvort dómurinn geti endurmetið sönnunargildi munnlegs framburðar úr héraðsdómi. Í gær klofnaði Hæstiréttur í afstöðu sinni vegna þessa og niðurstaðan varð sú að karlmaður, sem þó er talinn sekur um kynferðisbrot gegn ungri stúlku, var sýknaður. Eiríkur Tómasson lagaprófessor segir að um sé að ræða stærsta vanda sem við er að etja í íslensku réttarfari. Héraðsdómur sýknaði manninn af ákæru um kynferðislegt áreiti gagnvart stúlkubarni en sakfelldi hann fyrir að hafa neytta hana til samræðis. Ofbeldið mun hafa hafist þegar stúlkan var níu ára gömul, árið 1990, og staðið í fjögur ár. Hann var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir brot sitt í Héraðsdómi. Dómnum var áfrýjað til Hæstaréttar sem kemst að þveröfugri niðurstöðu. Hæstiréttur endurmetur niðurstöðu héraðsdóms varðandi munnlegan framburð og kemst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hafi ekki átt samræði við stúlkuna heldur áreitt hana kynferðislega. Þar sem lögreglurannsókn hófst ekki fyrr en fimm árum eftir að brotið átti sér stað var maðurinn sýknaður. Ef hann hefði hins vegar verið fundinn sekur um samræði hefði brotið ekki verið fyrnt. Dómurinn virðist marka tímamót að því leyti að hann klofnar í afstöðu sinni til þess hvort hann getur endurmetið munnlegan framburð þeirra sem kölluð eru fyrir héraðsdóm. Meirihluti dómsins telur svo ekki vera þegar tekin er afstaða til kynferðislegs áreitis, en snýr blaðinu við þegar tekin er afstaða til brots um samræði. Eiríkur Tómasson segir að samkvæmt niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu geti Hæstiréttur ekki viðhaft þessa aðferð til að sakfella mann sem hefur verið sýknaður í héraði. Það virðist þó vera að það fari eftir því hvernig Hæstiréttur er skipaður, hvernig þetta er túlkað. Viðhorfið sé mismunandi eftir því hvort menn myndi meirihlutann eða minnihlutann að sögn Eiríks. Eiríkur segir að um sé að ræða stærsta vanda sem við er að etja í íslensku réttarfari. Hann segir mjög mikilvægt að þarna gildi sama regla í öllum málum, hvort sem hinn ákærði sé sýknaður í héraði eða sakfelldur. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Það fer eftir því hvernig Hæstiréttur er mannaður hvort dómurinn geti endurmetið sönnunargildi munnlegs framburðar úr héraðsdómi. Í gær klofnaði Hæstiréttur í afstöðu sinni vegna þessa og niðurstaðan varð sú að karlmaður, sem þó er talinn sekur um kynferðisbrot gegn ungri stúlku, var sýknaður. Eiríkur Tómasson lagaprófessor segir að um sé að ræða stærsta vanda sem við er að etja í íslensku réttarfari. Héraðsdómur sýknaði manninn af ákæru um kynferðislegt áreiti gagnvart stúlkubarni en sakfelldi hann fyrir að hafa neytta hana til samræðis. Ofbeldið mun hafa hafist þegar stúlkan var níu ára gömul, árið 1990, og staðið í fjögur ár. Hann var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir brot sitt í Héraðsdómi. Dómnum var áfrýjað til Hæstaréttar sem kemst að þveröfugri niðurstöðu. Hæstiréttur endurmetur niðurstöðu héraðsdóms varðandi munnlegan framburð og kemst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hafi ekki átt samræði við stúlkuna heldur áreitt hana kynferðislega. Þar sem lögreglurannsókn hófst ekki fyrr en fimm árum eftir að brotið átti sér stað var maðurinn sýknaður. Ef hann hefði hins vegar verið fundinn sekur um samræði hefði brotið ekki verið fyrnt. Dómurinn virðist marka tímamót að því leyti að hann klofnar í afstöðu sinni til þess hvort hann getur endurmetið munnlegan framburð þeirra sem kölluð eru fyrir héraðsdóm. Meirihluti dómsins telur svo ekki vera þegar tekin er afstaða til kynferðislegs áreitis, en snýr blaðinu við þegar tekin er afstaða til brots um samræði. Eiríkur Tómasson segir að samkvæmt niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu geti Hæstiréttur ekki viðhaft þessa aðferð til að sakfella mann sem hefur verið sýknaður í héraði. Það virðist þó vera að það fari eftir því hvernig Hæstiréttur er skipaður, hvernig þetta er túlkað. Viðhorfið sé mismunandi eftir því hvort menn myndi meirihlutann eða minnihlutann að sögn Eiríks. Eiríkur segir að um sé að ræða stærsta vanda sem við er að etja í íslensku réttarfari. Hann segir mjög mikilvægt að þarna gildi sama regla í öllum málum, hvort sem hinn ákærði sé sýknaður í héraði eða sakfelldur.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira