Innlent

Sýknaður af ákæru um kynferðisbrot

Hæstiréttur hefur sýknað karlmann af ákæru fyrir kynferðisbrot gegn stúlku á árunum 1990 til 1994 en þá var stúlkan 9 til 13 ára gömul. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður dæmt manninn í tveggja ára fangelsi og til að greiða 800 þúsund krónur í bætur. Rannsókn málsins hófst ekki fyrr en í apríl 2003 og telur Hæstiréttur málið því fyrnt. Þó að dómurinn hafi sýknað manninn á grundvelli þess að málið væri fyrnt staðfesti hann dóm héraðsdóms um miskabætur. Hæstiréttur klofnaði í málinu. Tveir dómarar af fimm vildu staðfesta dóm héraðsdóms í heild sinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×