Innlent

Fjallað um Fischer á fimmtudag

Fjallað verður um málefni bandaríska skákmeistarans Bobby Fischers á fundi í allsherjarnefnd Alþingis á fimmtudaginn. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, segir að tíminn milli funda sé notaður til að fara yfir málið og ákveða hvort kallað verður eftir frekari gögnum. Hann kvaðst í samtali við Fréttablaðið í gær ekki eiga von á að svo yrði og heldur ekki að lokaákvörðun yrði tekin. "Ég lít ekki svo á að við séum í tímapressu í þessu máli," sagði hann.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×