Innlent

Fischer þjáist af áfengisskorti

Heilsa Bobby Fischers er sögð slæm þar sem hann situr í fangelsi útlendingaeftirlitsins í Japan. Nú segja japanskir fjölmiðlar að sjálfur telji hann eina megin ástæðuna þá að hann fái ekkert áfengt að drekka í haldi. Í viðtali við filippseyska útvarpsstöð sagði Fischer að hann teldi hóflega áfengisdrykkju góða fyrir heilsuna og að hann væri sannfærður um að skortur á víni væri ein ástæða þess hversu illa honum liði. Að sama skapi taldi hann undarlegt að menn fengju tollfrjálsar sígarettur í haldi útlendingaeftirlitsins því fyrir vikið reyktu allir eins og strompar.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×