Innlent

Fischer kemur ekki í bráð

Bobby Fischer er ekki á leiðinni til Íslands í bráð þrátt fyrir að hérlend stjórnvöld hafi boðið honum landvistarleyfi. Þetta sagði Masako Susuki, lögfræðingur Fischers, í morgun eftir fund með lögfræðingum útlendingaeftirlitsins í Japan. Hún segir lögfræðingana hafa tjáð sér að málaferli Fischers í Japan breyttust ekki neitt þó að íslensk stjórnvöld hefðu ákveðið að veita honum landvistarleyfi. Eftir sem áður yrði úrskurðað um lögmæti frelsissviptingar Fischers innan skamms og málflutningur íslenskra stjórnvalda hefði engin áhrif á það ferli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×