Aftur ákærðir fyrir kvótasvindl 21. janúar 2005 00:01 Tveir útgerðarmenn hafa verið ákærðir fyrir stórfellt kvótasvindl. Þessir sömu menn voru sakfelldir fyrir rúmu ári fyrir mesta kvótasvindl Íslandssögunnar. Mennirnir tveir, sem eru liðlega fertugir, eru ákærðir ásamt þriðja manni fyrir að hafa gert út skip og sent í 19 veiðiferðir frá septemberbyrjun 2001 til marsloka 2002 án þess að hafa til þess lögboðnar aflaheimildir. Afli skipsins var í þessum veiðiferðum 120 tonn af blönduðum afla en langmest af þorski. Þessir sömu menn voru í október árið 2003 fundnir sekir í Héraðsdómi Vesturlands um stórfellt kvótasvindl og veiðar án heimildar. Annar þeirra var þá dæmdur til 6 mánaða fangelsisvistar og 20 milljóna króna sektar en hinn til þriggja mánaða fangelsisvistar og 18 milljóna króna sektar. Þá var andvirði aflans sem þeir höfðu veitt án heimilda gert upptækt og nam sú upphæð um 100 milljónum króna. Annar mannanna neitaði allri sök fyrir Héraðsdómi en dómurinn komst engu að síður að þeirri niðurstöðu að brot þeirra hefðu verið framin af ásetningi. Sá er neitaði sök áfrýjaði til Hæstaréttar sem staðfesti dóminn yfir honum í september síðastliðnum. Málið sem nú er í gangi gegn mönnunum var þingfest í morgun í Héraðsdómi Vesturlands. Því var frestað til 1. febrúar og þá munu mennirnir lýsa afstöðu sinni til ákæruatriðanna. Verði þeir sakfelldir er ekki óvarlegt að áætla að upptaka aflaverðmæta nemi nálægt 30 milljónum króna sé mið tekið af fyrri dómi yfir þeim félögum. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira
Tveir útgerðarmenn hafa verið ákærðir fyrir stórfellt kvótasvindl. Þessir sömu menn voru sakfelldir fyrir rúmu ári fyrir mesta kvótasvindl Íslandssögunnar. Mennirnir tveir, sem eru liðlega fertugir, eru ákærðir ásamt þriðja manni fyrir að hafa gert út skip og sent í 19 veiðiferðir frá septemberbyrjun 2001 til marsloka 2002 án þess að hafa til þess lögboðnar aflaheimildir. Afli skipsins var í þessum veiðiferðum 120 tonn af blönduðum afla en langmest af þorski. Þessir sömu menn voru í október árið 2003 fundnir sekir í Héraðsdómi Vesturlands um stórfellt kvótasvindl og veiðar án heimildar. Annar þeirra var þá dæmdur til 6 mánaða fangelsisvistar og 20 milljóna króna sektar en hinn til þriggja mánaða fangelsisvistar og 18 milljóna króna sektar. Þá var andvirði aflans sem þeir höfðu veitt án heimilda gert upptækt og nam sú upphæð um 100 milljónum króna. Annar mannanna neitaði allri sök fyrir Héraðsdómi en dómurinn komst engu að síður að þeirri niðurstöðu að brot þeirra hefðu verið framin af ásetningi. Sá er neitaði sök áfrýjaði til Hæstaréttar sem staðfesti dóminn yfir honum í september síðastliðnum. Málið sem nú er í gangi gegn mönnunum var þingfest í morgun í Héraðsdómi Vesturlands. Því var frestað til 1. febrúar og þá munu mennirnir lýsa afstöðu sinni til ákæruatriðanna. Verði þeir sakfelldir er ekki óvarlegt að áætla að upptaka aflaverðmæta nemi nálægt 30 milljónum króna sé mið tekið af fyrri dómi yfir þeim félögum.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira