Aftur ákærðir fyrir kvótasvindl 21. janúar 2005 00:01 Tveir útgerðarmenn hafa verið ákærðir fyrir stórfellt kvótasvindl. Þessir sömu menn voru sakfelldir fyrir rúmu ári fyrir mesta kvótasvindl Íslandssögunnar. Mennirnir tveir, sem eru liðlega fertugir, eru ákærðir ásamt þriðja manni fyrir að hafa gert út skip og sent í 19 veiðiferðir frá septemberbyrjun 2001 til marsloka 2002 án þess að hafa til þess lögboðnar aflaheimildir. Afli skipsins var í þessum veiðiferðum 120 tonn af blönduðum afla en langmest af þorski. Þessir sömu menn voru í október árið 2003 fundnir sekir í Héraðsdómi Vesturlands um stórfellt kvótasvindl og veiðar án heimildar. Annar þeirra var þá dæmdur til 6 mánaða fangelsisvistar og 20 milljóna króna sektar en hinn til þriggja mánaða fangelsisvistar og 18 milljóna króna sektar. Þá var andvirði aflans sem þeir höfðu veitt án heimilda gert upptækt og nam sú upphæð um 100 milljónum króna. Annar mannanna neitaði allri sök fyrir Héraðsdómi en dómurinn komst engu að síður að þeirri niðurstöðu að brot þeirra hefðu verið framin af ásetningi. Sá er neitaði sök áfrýjaði til Hæstaréttar sem staðfesti dóminn yfir honum í september síðastliðnum. Málið sem nú er í gangi gegn mönnunum var þingfest í morgun í Héraðsdómi Vesturlands. Því var frestað til 1. febrúar og þá munu mennirnir lýsa afstöðu sinni til ákæruatriðanna. Verði þeir sakfelldir er ekki óvarlegt að áætla að upptaka aflaverðmæta nemi nálægt 30 milljónum króna sé mið tekið af fyrri dómi yfir þeim félögum. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Sjá meira
Tveir útgerðarmenn hafa verið ákærðir fyrir stórfellt kvótasvindl. Þessir sömu menn voru sakfelldir fyrir rúmu ári fyrir mesta kvótasvindl Íslandssögunnar. Mennirnir tveir, sem eru liðlega fertugir, eru ákærðir ásamt þriðja manni fyrir að hafa gert út skip og sent í 19 veiðiferðir frá septemberbyrjun 2001 til marsloka 2002 án þess að hafa til þess lögboðnar aflaheimildir. Afli skipsins var í þessum veiðiferðum 120 tonn af blönduðum afla en langmest af þorski. Þessir sömu menn voru í október árið 2003 fundnir sekir í Héraðsdómi Vesturlands um stórfellt kvótasvindl og veiðar án heimildar. Annar þeirra var þá dæmdur til 6 mánaða fangelsisvistar og 20 milljóna króna sektar en hinn til þriggja mánaða fangelsisvistar og 18 milljóna króna sektar. Þá var andvirði aflans sem þeir höfðu veitt án heimilda gert upptækt og nam sú upphæð um 100 milljónum króna. Annar mannanna neitaði allri sök fyrir Héraðsdómi en dómurinn komst engu að síður að þeirri niðurstöðu að brot þeirra hefðu verið framin af ásetningi. Sá er neitaði sök áfrýjaði til Hæstaréttar sem staðfesti dóminn yfir honum í september síðastliðnum. Málið sem nú er í gangi gegn mönnunum var þingfest í morgun í Héraðsdómi Vesturlands. Því var frestað til 1. febrúar og þá munu mennirnir lýsa afstöðu sinni til ákæruatriðanna. Verði þeir sakfelldir er ekki óvarlegt að áætla að upptaka aflaverðmæta nemi nálægt 30 milljónum króna sé mið tekið af fyrri dómi yfir þeim félögum.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Sjá meira