Fischer íslenskur ríkisborgari? 19. janúar 2005 00:01 Bobby Fischer gæti fengið íslenskan ríkisborgararétt með lagasetningu strax í næstu viku þegar þing kemur saman. Lögfræðingar Fischers telja að ríkisborgararéttur myndi auka möguleika hans á að fá fararleyfi til Íslands. Japanskur dómari féllst í nótt ekki á beiðni Fischers um að verða fluttur hingað til lands. Enn situr Bobby Fischer í fangelsi í Japan, sakaður um að hafa framvísað útrunnu vegabréfi, og á yfir höfði sér að vera vísað til Bandaríkjanna þar sem væntanlega bíður hans fangelsisvist fyrir að brjóta viðskiptabann á Júgóslavíu með því að tefla þar árið 1992. Fischer fór í mál við japönsk stjórnvöld vegna þessa og auk þess hefur hann beðið um að verða fluttur til Íslands í stað Bandaríkjanna. Fjallað var um mál skákmeistarans í nótt að íslenskum tíma og samkvæmt erlendum fréttamiðlum fellst dómari í Japan ekki á að Fischer verði fluttur til Íslands að óbreyttu - fyrst verði að fá niðurstöðu í vegabréfamál Fischers. Lögfræðingar Fischers segja að það myndi auka líkur á að japönsk stjórnvöld sendi hann til Íslands ef hann fengi íslenskan ríkisborgararétt og sögðu á blaðamannafundi í morgun að Fischer muni sækja um slíkan rétt. Samkvæmt fréttum Ríkisútvarpsins ætlar Fischer að skrifa íslenskum stjórnvöldum bréf og biðja um ríkisborgararétt strax á morgun. Fyrir aðeins nokkrum árum var lögum um íslenskan ríkisborgararétt breytt hér á landi þannig að heimilt er að veita ríkisborgararétt þó að viðkomandi hafi slíkan rétt í öðrum löndum. Ríkisborgararréttur hér á landi er veittur með tvennum hætti. Annars vegar eru málin afgreidd í gegnum dómsmálaráðuneytið og er þá farið eftir almennum skilyrðum. Hins vegar eru svokölluð afbrigðileg mál afgreidd með sérstakri lagasetningu á Alþingi, venjulega tvisvar á ári og þá á vorin og rétt fyrir jól. Þetta eru mál einstaklinga sem falla ekki undir almenn skilyrði og er vísað frá dómsmálaráðuneyti til Alþingis. Til dæmis eru þetta einstaklingar sem keppa í íþróttum fyrir íslensk lið. Þannig fengu sautján manns íslenskan ríkisborgararétt með slíkri lagasetningu fyrir síðustu jól. Málið var afgreitt á einum degi með samhljóða atkvæðum allra og enginn tók til máls í umræðum um það. Næsti þingfundur er á mánudag svo ef samstaða er um málið, og allsherjarnefnd leggur fram frumvarp, gæti Fischer gæti fengið ríkisborgararétt með lagasetningu strax í næstu viku. Að sögn Illuga Gunnarssonar, aðstoðarmanns utanríkisráðherra, hafa stjórnvöld ekki tekið afstöðu til þess hvernig beiðni frá Fischer um ríkisborgararétt yrði svarað, enda hefur engin slík beiðni verið lögð fram ennþá. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Bobby Fischer gæti fengið íslenskan ríkisborgararétt með lagasetningu strax í næstu viku þegar þing kemur saman. Lögfræðingar Fischers telja að ríkisborgararéttur myndi auka möguleika hans á að fá fararleyfi til Íslands. Japanskur dómari féllst í nótt ekki á beiðni Fischers um að verða fluttur hingað til lands. Enn situr Bobby Fischer í fangelsi í Japan, sakaður um að hafa framvísað útrunnu vegabréfi, og á yfir höfði sér að vera vísað til Bandaríkjanna þar sem væntanlega bíður hans fangelsisvist fyrir að brjóta viðskiptabann á Júgóslavíu með því að tefla þar árið 1992. Fischer fór í mál við japönsk stjórnvöld vegna þessa og auk þess hefur hann beðið um að verða fluttur til Íslands í stað Bandaríkjanna. Fjallað var um mál skákmeistarans í nótt að íslenskum tíma og samkvæmt erlendum fréttamiðlum fellst dómari í Japan ekki á að Fischer verði fluttur til Íslands að óbreyttu - fyrst verði að fá niðurstöðu í vegabréfamál Fischers. Lögfræðingar Fischers segja að það myndi auka líkur á að japönsk stjórnvöld sendi hann til Íslands ef hann fengi íslenskan ríkisborgararétt og sögðu á blaðamannafundi í morgun að Fischer muni sækja um slíkan rétt. Samkvæmt fréttum Ríkisútvarpsins ætlar Fischer að skrifa íslenskum stjórnvöldum bréf og biðja um ríkisborgararétt strax á morgun. Fyrir aðeins nokkrum árum var lögum um íslenskan ríkisborgararétt breytt hér á landi þannig að heimilt er að veita ríkisborgararétt þó að viðkomandi hafi slíkan rétt í öðrum löndum. Ríkisborgararréttur hér á landi er veittur með tvennum hætti. Annars vegar eru málin afgreidd í gegnum dómsmálaráðuneytið og er þá farið eftir almennum skilyrðum. Hins vegar eru svokölluð afbrigðileg mál afgreidd með sérstakri lagasetningu á Alþingi, venjulega tvisvar á ári og þá á vorin og rétt fyrir jól. Þetta eru mál einstaklinga sem falla ekki undir almenn skilyrði og er vísað frá dómsmálaráðuneyti til Alþingis. Til dæmis eru þetta einstaklingar sem keppa í íþróttum fyrir íslensk lið. Þannig fengu sautján manns íslenskan ríkisborgararétt með slíkri lagasetningu fyrir síðustu jól. Málið var afgreitt á einum degi með samhljóða atkvæðum allra og enginn tók til máls í umræðum um það. Næsti þingfundur er á mánudag svo ef samstaða er um málið, og allsherjarnefnd leggur fram frumvarp, gæti Fischer gæti fengið ríkisborgararétt með lagasetningu strax í næstu viku. Að sögn Illuga Gunnarssonar, aðstoðarmanns utanríkisráðherra, hafa stjórnvöld ekki tekið afstöðu til þess hvernig beiðni frá Fischer um ríkisborgararétt yrði svarað, enda hefur engin slík beiðni verið lögð fram ennþá.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira