Innlent

Dómstóll fjallar um mál Fischers

Japanskur dómstóll mun á miðvikudag fjalla um það hvort Bobby Fischer verður vísað frá Japan og hann fluttur til heimalands síns, Bandaríkjanna. Lögfræðingur Fischers, Masako Suzuki, sagðist í samtali við fréttastofu í dag ætla að nota þetta tækifæri og krefjast þess að tekin verði afstaða til tilboðs íslenskra stjórnvalda um að veita Fischer landvistarleyfi. Ekki er búist við því að dómstóllinn taki ákvörðun um framtíð Fischers á miðvikudaginn. Suzuki segist hins vegar fagna því að geta á opinberum vettvangi þrýst á japanska útlendingaeftirlitið að komast að niðurstöðu um það hvort Fischer fái að yfirgefa landið.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×