Lögreglustjóri átalinn harðlega 17. febrúar 2005 00:01 Karlmanni voru í dag dæmdar bætur vegna ámælisverðra vinnubragða lögreglunnar í Reykjavík. Hann lá í tvö og hálft ár undir grun um refsiverðan verknað án þess að ákæra væri gefin út. Hæstiréttur átelur lögreglustjórann í Reykjavík harðlega fyrir sleifarlagið og segir þessi vinnubrögð brot á friði mannsins og æru hans. Maðurinn var kærður til lögreglu í október árið 1999 vegna gruns um fjárdrátt. Hann sat í gæsluvarðhaldi í um viku vegna málsins en ákæra á hendur honum var síðan ekki gefin út fyrr en í mars 2002 eða tveimur og hálfu ári eftir að málið er tilkynnt til lögreglu. Hann var síðar sýknaður af ákærunni vorið 2002. Maðurinn krafðist bóta vegna gæsluvarðhaldsins sem hann sætti. Hæstiréttur fellst ekki á það en telur hins vegar að rannsókn málsins hafi ekki verið með eðlilegum hraða og að þessi dráttur sé óhóflegur og verði ekki skýrður með manneklu hjá lögreglustjóraembættinu en lögreglustjórinn afsakaði seinaganginn með því að lögreglumaðurinn sem annaðist rannsókn málsins hafi farið til Bosníu í níu mánuði og málið því beðið á meðan. Hæstiréttur dæmir manninum hálfa milljón króna í bætur og segir drátt lögreglustjórans vera brot á friði mannsins og æru. Þetta er í annað sinn á innan við viku sem dómstólar landsins snupra lögregluyfirvöld fyrir seinagang í vinnubrögðum. Í síðustu viku setti Héraðsdómur Reykjaness ofan í við sýslumanninn í Hafnarfirði fyrir seinagang, sem væri brot á lögum, stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Bogi Nilsson ríkissaksóknari sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að svona óeðlilegur dráttur ætti sér stað af og til. Það væri óásættanlegt en til að koma í veg fyrir slíkt þyrftu sýslumannsembættin að ráða yfir nægilegum mannafla. Slíkt væri alltaf spurning um fjárveitingu til embættanna. Fréttastofa ákvað því að leita til yfirmanns sýslumanna landsins, Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra. Hann vildi hins vegar ekki veita viðtal en sagði að aldrei væri hægt að komast algjörlega hjá því að svona mál kæmu upp og þetta væri rætt reglulega í ráðuneytinu. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um þær ákúrur sem dómstólar hefðu veitt sýslumönnum vegna vinnubragða sem brjóta gegn lögum og stjórnarskrá lýðveldisins. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Karlmanni voru í dag dæmdar bætur vegna ámælisverðra vinnubragða lögreglunnar í Reykjavík. Hann lá í tvö og hálft ár undir grun um refsiverðan verknað án þess að ákæra væri gefin út. Hæstiréttur átelur lögreglustjórann í Reykjavík harðlega fyrir sleifarlagið og segir þessi vinnubrögð brot á friði mannsins og æru hans. Maðurinn var kærður til lögreglu í október árið 1999 vegna gruns um fjárdrátt. Hann sat í gæsluvarðhaldi í um viku vegna málsins en ákæra á hendur honum var síðan ekki gefin út fyrr en í mars 2002 eða tveimur og hálfu ári eftir að málið er tilkynnt til lögreglu. Hann var síðar sýknaður af ákærunni vorið 2002. Maðurinn krafðist bóta vegna gæsluvarðhaldsins sem hann sætti. Hæstiréttur fellst ekki á það en telur hins vegar að rannsókn málsins hafi ekki verið með eðlilegum hraða og að þessi dráttur sé óhóflegur og verði ekki skýrður með manneklu hjá lögreglustjóraembættinu en lögreglustjórinn afsakaði seinaganginn með því að lögreglumaðurinn sem annaðist rannsókn málsins hafi farið til Bosníu í níu mánuði og málið því beðið á meðan. Hæstiréttur dæmir manninum hálfa milljón króna í bætur og segir drátt lögreglustjórans vera brot á friði mannsins og æru. Þetta er í annað sinn á innan við viku sem dómstólar landsins snupra lögregluyfirvöld fyrir seinagang í vinnubrögðum. Í síðustu viku setti Héraðsdómur Reykjaness ofan í við sýslumanninn í Hafnarfirði fyrir seinagang, sem væri brot á lögum, stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Bogi Nilsson ríkissaksóknari sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að svona óeðlilegur dráttur ætti sér stað af og til. Það væri óásættanlegt en til að koma í veg fyrir slíkt þyrftu sýslumannsembættin að ráða yfir nægilegum mannafla. Slíkt væri alltaf spurning um fjárveitingu til embættanna. Fréttastofa ákvað því að leita til yfirmanns sýslumanna landsins, Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra. Hann vildi hins vegar ekki veita viðtal en sagði að aldrei væri hægt að komast algjörlega hjá því að svona mál kæmu upp og þetta væri rætt reglulega í ráðuneytinu. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um þær ákúrur sem dómstólar hefðu veitt sýslumönnum vegna vinnubragða sem brjóta gegn lögum og stjórnarskrá lýðveldisins.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira