Niðurstöðu að vænta hjá RÚV? 11. mars 2005 00:01 Fréttamenn Ríkisútvarpsins sitja nú og ákveða til hvaða aðgerða þeir ætla að grípa vegna ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar sem fréttastjóra Útvarps. Menntamálaráðherra segist enga heimild hafa til að skipta sér af ráðningu Auðuns. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri ætlar ekki að veita nein viðtöl um ráðningu á nýjum og umdeildum fréttastjóra útvarps í dag, og hugsanlega ekki fyrr en eftir helgi. Þessar upplýsingar fengust á skrifstofu hans í morgun. Hann sagði þó í gær við Stöð 2 að það stæði ekki til að draga ráðninguna til baka. Stjórn Félags fréttamanna hittist klukkan tíu í morgun til að undirbúa tillögur um aðgerðir en fram kom í gær að uppsagnir væru íhugaðar. Nú stendur yfir fundur allra í félaginu með fulltrúa frá BHM sem ætlar að fara yfir þau úrræði sem löglegt er að grípa til. Enginn fréttatími hefur fallið niður í morgun og slíkt mun ekki standa til. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir í Fréttablaðinu í dag að hún líti það alvarlegum augum að starfsmenn Ríkisútvarpsins „hagi sér með þessum hætti“, eins og hún orðar það, og mun þar vera að vísa til þess að fréttir klukkan tíu í gærmorgun voru felldar niður. Þorgerður var spurð að því í gær, af fréttamanni Stöðvar 2 á Akureyri, hvort hún ætlaði að gera eitthvað til að höggva á hnútinn og svaraði því til að hún hefði enga heimild til þess. Það væri lögbrot. Spurð hvort fréttamenn geti unnið með Markúsi Erni, í ljósi þess að Félag fréttamanna hafi lýst yfir vantrausti á hann sem útvarpsstjóra, sagðist Þorgerður telja að það sé mögulegt og vísar í því sambandi í góða útkomu RÚV í könnunum um fréttaflutning. Það kemur fyrir að Völva vikunnar reynist sannspá. Hún spáði við upphaf þessa árs átökum á fréttastofu Ríkisútvarpsins. Sagði hún að það yrðu heilmiklar deilur og leiðindi á fréttastofunni, og segir svo orðrétt: „Þar á bæ má engu breyta og allt of margir vilja stjórna.“ Síðar segir hún: „Bogi Ágústsson á í erfiðleikum með fólkið sitt á RÚV og virðist vera einangraður,“ og í því sambandi má hafa í huga að Bogi mælti sérstaklega með fimm umsækjendum um fréttastjórastöðuna. Auðun Georg var ekki einn af þeim. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Fréttamenn Ríkisútvarpsins sitja nú og ákveða til hvaða aðgerða þeir ætla að grípa vegna ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar sem fréttastjóra Útvarps. Menntamálaráðherra segist enga heimild hafa til að skipta sér af ráðningu Auðuns. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri ætlar ekki að veita nein viðtöl um ráðningu á nýjum og umdeildum fréttastjóra útvarps í dag, og hugsanlega ekki fyrr en eftir helgi. Þessar upplýsingar fengust á skrifstofu hans í morgun. Hann sagði þó í gær við Stöð 2 að það stæði ekki til að draga ráðninguna til baka. Stjórn Félags fréttamanna hittist klukkan tíu í morgun til að undirbúa tillögur um aðgerðir en fram kom í gær að uppsagnir væru íhugaðar. Nú stendur yfir fundur allra í félaginu með fulltrúa frá BHM sem ætlar að fara yfir þau úrræði sem löglegt er að grípa til. Enginn fréttatími hefur fallið niður í morgun og slíkt mun ekki standa til. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir í Fréttablaðinu í dag að hún líti það alvarlegum augum að starfsmenn Ríkisútvarpsins „hagi sér með þessum hætti“, eins og hún orðar það, og mun þar vera að vísa til þess að fréttir klukkan tíu í gærmorgun voru felldar niður. Þorgerður var spurð að því í gær, af fréttamanni Stöðvar 2 á Akureyri, hvort hún ætlaði að gera eitthvað til að höggva á hnútinn og svaraði því til að hún hefði enga heimild til þess. Það væri lögbrot. Spurð hvort fréttamenn geti unnið með Markúsi Erni, í ljósi þess að Félag fréttamanna hafi lýst yfir vantrausti á hann sem útvarpsstjóra, sagðist Þorgerður telja að það sé mögulegt og vísar í því sambandi í góða útkomu RÚV í könnunum um fréttaflutning. Það kemur fyrir að Völva vikunnar reynist sannspá. Hún spáði við upphaf þessa árs átökum á fréttastofu Ríkisútvarpsins. Sagði hún að það yrðu heilmiklar deilur og leiðindi á fréttastofunni, og segir svo orðrétt: „Þar á bæ má engu breyta og allt of margir vilja stjórna.“ Síðar segir hún: „Bogi Ágústsson á í erfiðleikum með fólkið sitt á RÚV og virðist vera einangraður,“ og í því sambandi má hafa í huga að Bogi mælti sérstaklega með fimm umsækjendum um fréttastjórastöðuna. Auðun Georg var ekki einn af þeim.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira