Hildur Vala Idol-stjarna Íslands 11. mars 2005 00:01 Hildur Vala á sviðinu í kvöld. Hildur Vala Einarsdóttir, 23 ára Reykvíkingur, var í kvöld valin Idol-stjarna Íslands. Hildur Vala atti kappi við Heiðu í úrslitum Idol-stjörnuleitarinnar sem fram fóru í beinni útsendingu Stöðvar 2 frá Smáralind. Hildur Vala söng The boy who giggled so sweet, Líf og Án þín. Heiða söng Ég veit þú kemur, Líf og Slappaðu af. Heiða á sviðinu í kvöld. 135 þúsund atkvæði Gríðarleg stemning var í troðfullri Smáralindinni og buðu þær Heiða og Hildur Vala upp á sannkallaða tónleika, stigu vart feilspor. Dómaratríóið varð nær uppiskroppa með lýsingarorð, slík var hrifningin. Valdið var hins vegar áhorfenda, þeir kusu með því að senda SMS eða hringja í 900-númer og bárust samtals 135 þúsund atkvæði. Mjótt var á munum en það fór svo að Hildur Vala hlaut örlítið fleiri atkvæði en Heiða og hlaut því titilinn Idol-stjarna Íslands 2005. Hún tekur við titlinum af Kalla Bjarna sem var valinn fyrsta Idol-stjarna Íslands í fyrra. Á Hólmavík og Gauk og stöng Skipulagðar kosningavökur voru á vegum stuðningsfólks Heiðu og Hildar Völu. Stuðningsmenn Heiðu komu saman í félagsheimilinu á Hólmavík og lætur nærri að tæplega 60% íbúa sveitarfélagsins hafi verið þar samnkomin til að fylgjast með úrslitakeppninni. Þeir sem studdu Hildi Völu lögðu Gauk á Stöng undir sig og þar var engu minni stemning en vestur á Hólmavík. Hildar Völu, nýrrar Idol-stjörnu Íslands bíður nú mikið verk en skipulagning fyrstu skrefa ferils hennar verður í höndum Einars Bárðarsonar, „umboðsmanns Íslands“. Menning Tónlist Bíó og sjónvarp Idol Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fleiri fréttir Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Sjá meira
Hildur Vala Einarsdóttir, 23 ára Reykvíkingur, var í kvöld valin Idol-stjarna Íslands. Hildur Vala atti kappi við Heiðu í úrslitum Idol-stjörnuleitarinnar sem fram fóru í beinni útsendingu Stöðvar 2 frá Smáralind. Hildur Vala söng The boy who giggled so sweet, Líf og Án þín. Heiða söng Ég veit þú kemur, Líf og Slappaðu af. Heiða á sviðinu í kvöld. 135 þúsund atkvæði Gríðarleg stemning var í troðfullri Smáralindinni og buðu þær Heiða og Hildur Vala upp á sannkallaða tónleika, stigu vart feilspor. Dómaratríóið varð nær uppiskroppa með lýsingarorð, slík var hrifningin. Valdið var hins vegar áhorfenda, þeir kusu með því að senda SMS eða hringja í 900-númer og bárust samtals 135 þúsund atkvæði. Mjótt var á munum en það fór svo að Hildur Vala hlaut örlítið fleiri atkvæði en Heiða og hlaut því titilinn Idol-stjarna Íslands 2005. Hún tekur við titlinum af Kalla Bjarna sem var valinn fyrsta Idol-stjarna Íslands í fyrra. Á Hólmavík og Gauk og stöng Skipulagðar kosningavökur voru á vegum stuðningsfólks Heiðu og Hildar Völu. Stuðningsmenn Heiðu komu saman í félagsheimilinu á Hólmavík og lætur nærri að tæplega 60% íbúa sveitarfélagsins hafi verið þar samnkomin til að fylgjast með úrslitakeppninni. Þeir sem studdu Hildi Völu lögðu Gauk á Stöng undir sig og þar var engu minni stemning en vestur á Hólmavík. Hildar Völu, nýrrar Idol-stjörnu Íslands bíður nú mikið verk en skipulagning fyrstu skrefa ferils hennar verður í höndum Einars Bárðarsonar, „umboðsmanns Íslands“.
Menning Tónlist Bíó og sjónvarp Idol Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fleiri fréttir Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Sjá meira