Fékk sjónina aftur eftir aðgerðir 2. febrúar 2005 00:01 Íris Arnlaugsdóttir var 16 ára þegar hún fór að finna fyrir versnandi sjón, sem við rannsóknir reyndist vera af völdum augnsjúkdóms sem er arfgengur og landlægur hér. Tíu árum síðar var skipt um hornhimnu í öðru auga hennar. Þá var sjónin komin niður fyrir 20%. Í dag stundar hún háskólanám, er algjör lestrarhestur og sér "meir að segja í litum," eins og hún orðar það. Sjúkdómurinn umræddi lýsir sér þannig að sjón fer að versna, jafnvel oft innan við tvítugt, að sögn Friðberts Jónassonar augnsérfræðings á Landspítala háskólasjúkrahúsi. Flestir þeirra sem fá hann svo snemma eru komnir í algjört þrot í kringum þrítugt. Þeir eru þá hættir að geta lesið, geta ekki ekið bíl og gert aðra nauðsynlega hluti. Eina lækningin við sjúkdómnum er að græða nýja hornhimnu á augað, því um er að ræða efnaskiptasjúkdóm í hornhimnu. Sjúkdómurinn stafar af víkjandi erfðum sem þýðir að báðir foreldrarnir þurfa að vera með tiltekinn genagalla. Tíðni hans hér stafar af skyldleika landsmanna. Þar með er "genapotturinn" mjög lítill og sjúkdómurinn ræktast upp, segir Friðbert. "Ég flosnaði upp úr skóla þegar ég fór að missa sjónina," rifjar Íris upp. "Fólk hafði ekki skilning á að ég sæi ekki á töfluna og ætti erfitt með að lesa. Þá var ég að verða búin með stúdentinn." Hún var 26 ára þegar hún fór í aðgerð á fyrra auganu, þar sem skipt var um hornhimnu. Hún átti þá orðið eins og hálfs árs strák, en var hætt að geta unnið. "Ég man hvað ég varð hissa þegar ég opnaði augun, " segir hún. "Áður hafði allt verið í móðu og grátt. En nú sá ég, - og meir að segja í lit. En ég mátti ekkert gera í tvo mánuði eftir að ég fór í aðgerðina. Ekki taka strákinn minn upp, ekki beygja mig, ekkert. Bara liggja í myrkvuðu herbergi. Í enda október fór ég svo í sams konar aðgerð á hinu auganu og það er nú að jafna sig. Sjóndepurðinni, aðgerðunum og eftirköstum þeirra fylgja miklar höfuðkvalir. Þá þarf ég að fara í leisiaðgerðir til að leiðrétta sjónskekkju sem hornhimnuskiptin ollu. Og svo get ég átt á hættu að líkaminn hafni nýju hornhimnunum, auk þess sem sjúkdómurinn verður alltaf til staðar." Írís lætur þessar vangaveltur þó ekki hindra sig. Hún lauk stúdentsprófi eftir fyrri hornhimnuskiptin og stundar nú nám í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Geri aðrir betur. Heilbrigðismál Menning Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Cecilie tekur við af Auði Menning Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira
Íris Arnlaugsdóttir var 16 ára þegar hún fór að finna fyrir versnandi sjón, sem við rannsóknir reyndist vera af völdum augnsjúkdóms sem er arfgengur og landlægur hér. Tíu árum síðar var skipt um hornhimnu í öðru auga hennar. Þá var sjónin komin niður fyrir 20%. Í dag stundar hún háskólanám, er algjör lestrarhestur og sér "meir að segja í litum," eins og hún orðar það. Sjúkdómurinn umræddi lýsir sér þannig að sjón fer að versna, jafnvel oft innan við tvítugt, að sögn Friðberts Jónassonar augnsérfræðings á Landspítala háskólasjúkrahúsi. Flestir þeirra sem fá hann svo snemma eru komnir í algjört þrot í kringum þrítugt. Þeir eru þá hættir að geta lesið, geta ekki ekið bíl og gert aðra nauðsynlega hluti. Eina lækningin við sjúkdómnum er að græða nýja hornhimnu á augað, því um er að ræða efnaskiptasjúkdóm í hornhimnu. Sjúkdómurinn stafar af víkjandi erfðum sem þýðir að báðir foreldrarnir þurfa að vera með tiltekinn genagalla. Tíðni hans hér stafar af skyldleika landsmanna. Þar með er "genapotturinn" mjög lítill og sjúkdómurinn ræktast upp, segir Friðbert. "Ég flosnaði upp úr skóla þegar ég fór að missa sjónina," rifjar Íris upp. "Fólk hafði ekki skilning á að ég sæi ekki á töfluna og ætti erfitt með að lesa. Þá var ég að verða búin með stúdentinn." Hún var 26 ára þegar hún fór í aðgerð á fyrra auganu, þar sem skipt var um hornhimnu. Hún átti þá orðið eins og hálfs árs strák, en var hætt að geta unnið. "Ég man hvað ég varð hissa þegar ég opnaði augun, " segir hún. "Áður hafði allt verið í móðu og grátt. En nú sá ég, - og meir að segja í lit. En ég mátti ekkert gera í tvo mánuði eftir að ég fór í aðgerðina. Ekki taka strákinn minn upp, ekki beygja mig, ekkert. Bara liggja í myrkvuðu herbergi. Í enda október fór ég svo í sams konar aðgerð á hinu auganu og það er nú að jafna sig. Sjóndepurðinni, aðgerðunum og eftirköstum þeirra fylgja miklar höfuðkvalir. Þá þarf ég að fara í leisiaðgerðir til að leiðrétta sjónskekkju sem hornhimnuskiptin ollu. Og svo get ég átt á hættu að líkaminn hafni nýju hornhimnunum, auk þess sem sjúkdómurinn verður alltaf til staðar." Írís lætur þessar vangaveltur þó ekki hindra sig. Hún lauk stúdentsprófi eftir fyrri hornhimnuskiptin og stundar nú nám í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Geri aðrir betur.
Heilbrigðismál Menning Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Cecilie tekur við af Auði Menning Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira