Stórskert þjónusta við nýrnasjúka 9. nóvember 2005 03:30 Aðeins verður hægt að sinna tólf af þeim fjörutíu nýrnasjúklingum sem koma reglulega í blóðskilun eftir áramótin. Aðeins fimm af sautján hjúkrunarfræðingum á blóðskilunardeild Landspítala - háskólasjúkrahúss við Hringbraut verða þá að störfum ef ekki næst samkomulag við yfirstjórn deildarinnar um vinnutíma og laun. Tólf hjúkrunarfræðingar líta svo á að starfssamningum við þær hafi verið sagt upp. Sviðsstjóri hjúkrunar á lyflækningasviði vill stytta vaktir hjúkrunarfræðinganna um eina klukkustund á dag því að vaktirnar skarast um fjóra tíma á hverjum degi. Hjúkrunarfræðingarnir vinna flestir 80 prósenta starfshlutfall og þurfa því að mæta oftar í vinnu þegar breytingarnar taka gildi. Ef þær sætta sig ekki við breytingarnar skerðast launin í samræmi við það. Hjúkrunarfræðingarnir vinna nú átta tíma á dag í fjóra daga og eiga þriggja daga frí. Aðstandendur sjúklinga segja að þær hafi þegar dregist aftur úr sambærilega sérhæfðum hjúkrunarfræðingum í launum. Samningaviðræður eru í gangi og ýmislegt komið til umræðu en ekkert sem hjúkrunarfræðingarnir hafa verið tilbúnir til að "gleypa við" því að eftir stendur að þær þurfa að mæta oftar á vinnustað eða sætta sig við lægri laun. "Við höfum fengið boð um að hækka launin um einn launaflokk, eða um 4.000 kall í vasann, og höfum hafnað því. Við erum að reyna að semja svo að það kemur eflaust móttilboð en það er krísa í gangi hérna," segir Dagný Bjarnhéðinsdóttir, ein hjúkrunarfræðinganna. Hjúkrunarfræðingarnir segja að vinnutímabreytingin sé ekki til að mæta þörfum starfsfólks á deildinni heldur í sparnaðarskyni. Vaktirnar skarist á annasamasta tíma dagsins þegar ekki veiti af allri þeirri mönnun sem nú er en yfirstjórn deildarinnar vill minnka skörunina um miðjan daginn. Blóðskilunardeildin er mjög sérhæfð deild og sú eina sinnar tegundar á landinu. Nýir hjúkrunarfræðingar þurfa tveggja mánaða aðlögun og eru ekki orðnir færir í starfi fyrr en eftir eitt ár. Ekki hefur verið tilkynnt hvenær breyttur vinnutími tekur gildi, aðeins að breytingin sé yfirvofandi. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Sjá meira
Aðeins verður hægt að sinna tólf af þeim fjörutíu nýrnasjúklingum sem koma reglulega í blóðskilun eftir áramótin. Aðeins fimm af sautján hjúkrunarfræðingum á blóðskilunardeild Landspítala - háskólasjúkrahúss við Hringbraut verða þá að störfum ef ekki næst samkomulag við yfirstjórn deildarinnar um vinnutíma og laun. Tólf hjúkrunarfræðingar líta svo á að starfssamningum við þær hafi verið sagt upp. Sviðsstjóri hjúkrunar á lyflækningasviði vill stytta vaktir hjúkrunarfræðinganna um eina klukkustund á dag því að vaktirnar skarast um fjóra tíma á hverjum degi. Hjúkrunarfræðingarnir vinna flestir 80 prósenta starfshlutfall og þurfa því að mæta oftar í vinnu þegar breytingarnar taka gildi. Ef þær sætta sig ekki við breytingarnar skerðast launin í samræmi við það. Hjúkrunarfræðingarnir vinna nú átta tíma á dag í fjóra daga og eiga þriggja daga frí. Aðstandendur sjúklinga segja að þær hafi þegar dregist aftur úr sambærilega sérhæfðum hjúkrunarfræðingum í launum. Samningaviðræður eru í gangi og ýmislegt komið til umræðu en ekkert sem hjúkrunarfræðingarnir hafa verið tilbúnir til að "gleypa við" því að eftir stendur að þær þurfa að mæta oftar á vinnustað eða sætta sig við lægri laun. "Við höfum fengið boð um að hækka launin um einn launaflokk, eða um 4.000 kall í vasann, og höfum hafnað því. Við erum að reyna að semja svo að það kemur eflaust móttilboð en það er krísa í gangi hérna," segir Dagný Bjarnhéðinsdóttir, ein hjúkrunarfræðinganna. Hjúkrunarfræðingarnir segja að vinnutímabreytingin sé ekki til að mæta þörfum starfsfólks á deildinni heldur í sparnaðarskyni. Vaktirnar skarist á annasamasta tíma dagsins þegar ekki veiti af allri þeirri mönnun sem nú er en yfirstjórn deildarinnar vill minnka skörunina um miðjan daginn. Blóðskilunardeildin er mjög sérhæfð deild og sú eina sinnar tegundar á landinu. Nýir hjúkrunarfræðingar þurfa tveggja mánaða aðlögun og eru ekki orðnir færir í starfi fyrr en eftir eitt ár. Ekki hefur verið tilkynnt hvenær breyttur vinnutími tekur gildi, aðeins að breytingin sé yfirvofandi.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Sjá meira