Of gamall fyrir heyrnartæki 1. júní 2005 00:01 Reykvískur ellilífeyrisþegi fékk þau svör hjá stéttarfélaginu sínu, þegar hann bað um styrk til kaupa á heyrnartæki, að hann væri orðinn of gamall. Hann kveðst hafa greitt í félagið alla tíð og er sár vegna synjunarinnar. "Ég varð fyrst og fremst dálítið sár," sagði Kristján Vilmundarson, 74 ára reykvískur ellilífeyrisþegi, sem fékk þau svör hjá stéttarfélaginu sínu að hann væri of gamall til að fá styrk frá því til kaupa á heyrnartæki. Kristján kvaðst hafa heyrt um dæmi þess að fólk hefði fengið aðstoð stéttarfélagsins til að kaupa heyrnartæki. Sjálfur þyrfti hann að nota tvö og kostaði hvort um sig eitt hundrað þúsund krónur. Nú hefði verið komið að því að endurnýja tækin en hann hefði ekki treyst sér í svo mikil útgjöld á einu bretti. Því hefði hann ákveðið að kaupa bara eitt tæki. Í gærmorgun hefði hann svo hringt í sitt stéttarfélag, Eflingu til að athuga með styrkveitingu til kaupanna. "Jú, stúlkan sem varð fyrir svörum sagði að það gæti gengið og bað um kennitölu," sagði hann. "Þegar ég sagði henni kennitöluna sá hún að ég var orðinn 74 ára. Þá sagði hún að ég væri orðinn of gamall til að fá aðstoð frá verkalýðsfélaginu mínu." Kristján kvaðst hafa greitt til verkalýðsfélagsins síns "alla tíð" og fengi nú vissulega ellilífeyri frá því að upphæð 54 þúsund krónur á mánuði. Aðra styrki hefði hann aldrei fengið frá því. Hann hefði þurft að nota heyrnartæki í 25 - 30 ár og hann hefði aldrei sótt um aðstoð hjá félaginu fyrr en nú. "En mér fannst afar leiðinlegt að heyra að ég væri orðinn of gamall til að fá þessa aðstoð hjá þeim," sagði hann. "Mér skilst að úr því að ég er hættur að borga í félagið þá ætti ég ekki rétt á henni. Mér finnst þetta skjóta svolítið skökku við, því það er fyrst þegar maður er hættur að vinna sem maður getur þurft á stuðningi að halda. Eitt tæki kostar mig meira heldur en ég fæ útborgað á mánuði, því það nær ekki hundrað þúsundunum." Sigurður Bessason formaður Eflingar sagði að samkvæmt reglugerð um sjúkrasjóð væri hann fyrir þá sem væru á vinnumarkaði. Að öðru leyti vísaði hann á Guðrúnu Kr. Óladóttur forstöðumann sjóðsins. Fréttablaðið náði ekki í hana í gær. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Sjá meira
Reykvískur ellilífeyrisþegi fékk þau svör hjá stéttarfélaginu sínu, þegar hann bað um styrk til kaupa á heyrnartæki, að hann væri orðinn of gamall. Hann kveðst hafa greitt í félagið alla tíð og er sár vegna synjunarinnar. "Ég varð fyrst og fremst dálítið sár," sagði Kristján Vilmundarson, 74 ára reykvískur ellilífeyrisþegi, sem fékk þau svör hjá stéttarfélaginu sínu að hann væri of gamall til að fá styrk frá því til kaupa á heyrnartæki. Kristján kvaðst hafa heyrt um dæmi þess að fólk hefði fengið aðstoð stéttarfélagsins til að kaupa heyrnartæki. Sjálfur þyrfti hann að nota tvö og kostaði hvort um sig eitt hundrað þúsund krónur. Nú hefði verið komið að því að endurnýja tækin en hann hefði ekki treyst sér í svo mikil útgjöld á einu bretti. Því hefði hann ákveðið að kaupa bara eitt tæki. Í gærmorgun hefði hann svo hringt í sitt stéttarfélag, Eflingu til að athuga með styrkveitingu til kaupanna. "Jú, stúlkan sem varð fyrir svörum sagði að það gæti gengið og bað um kennitölu," sagði hann. "Þegar ég sagði henni kennitöluna sá hún að ég var orðinn 74 ára. Þá sagði hún að ég væri orðinn of gamall til að fá aðstoð frá verkalýðsfélaginu mínu." Kristján kvaðst hafa greitt til verkalýðsfélagsins síns "alla tíð" og fengi nú vissulega ellilífeyri frá því að upphæð 54 þúsund krónur á mánuði. Aðra styrki hefði hann aldrei fengið frá því. Hann hefði þurft að nota heyrnartæki í 25 - 30 ár og hann hefði aldrei sótt um aðstoð hjá félaginu fyrr en nú. "En mér fannst afar leiðinlegt að heyra að ég væri orðinn of gamall til að fá þessa aðstoð hjá þeim," sagði hann. "Mér skilst að úr því að ég er hættur að borga í félagið þá ætti ég ekki rétt á henni. Mér finnst þetta skjóta svolítið skökku við, því það er fyrst þegar maður er hættur að vinna sem maður getur þurft á stuðningi að halda. Eitt tæki kostar mig meira heldur en ég fæ útborgað á mánuði, því það nær ekki hundrað þúsundunum." Sigurður Bessason formaður Eflingar sagði að samkvæmt reglugerð um sjúkrasjóð væri hann fyrir þá sem væru á vinnumarkaði. Að öðru leyti vísaði hann á Guðrúnu Kr. Óladóttur forstöðumann sjóðsins. Fréttablaðið náði ekki í hana í gær.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Sjá meira