Heilbrigðisráðherra, Jón Kristjánsson, segist vera að endurskoða ákvörðun um afnám bensínstyrks til öryrkja. Samkvæmt tillögu ráðherra stóð til að fella hann niður frá áramótum.
"Ég vona að niðurstaða liggi fyrir áður en kemur að annarri umræðu fjárlaga," segir ráðherra. "Það liggur á ráðuneytinu sparnaðarkrafa upp á eitt prósent. Verði henni ekki létt af verður að taka sparnaðinn einhvers staðar annars staðar, verði afnám bensínstyrksins ekki látið standa."