Innlent

Áhyggjufullir yfir prófunum í HÍ

Helmingur stúdenta sem eiga börn á grunnskólaaldri segja að verkfall kennara hafi haft áhrif á nám þeirra. Jarþrúður Ásmundsdóttir, formaður stúdentaráðs, segir ráðið hafa gert óformlega athugun á Netinu á aðstæðum foreldra í Háskólanum en 28 prósent stúdenta séu foreldrar. Könnunin var gerð á föstudaginn, á síðasta degi úrskráningar fyrir haustpróf. "Við vorum búin að heyra að foreldrar þyrftu að skrá sig úr námskeiðum vegna þess að þeir hafi ekki geta sótt tíma með eðlilegum hætti, þar sem börn þeirra voru ekki í skólanum," segir Jarþrúður: "Við bregðumst við þessu með því að tala máli þessa fólks niðri í Lánasjóði og á Stúdentagörðunum," segir Jarþrúður en klári stúdentar ekki tiltekinn fjölda áfanga hafi það áhrif á hvort þeir haldi úthlutuðu íbúðarhúsnæði á vegum skólans og fái námslán. Jarþrúður segir stöðuna hafa verið rædda á fundi Lánasjóðsins. Ekki hafi illa verið tekið í að skoða aðstæður hvers nemenda fyrir si



Fleiri fréttir

Sjá meira


×