Innlent

Nýr stjóri hjá NAMMCO

Samkvæmt ákvörðun stjórnar tekur Dr. Christina Lockyer við sem nýr framkvæmdastjóri Norður-Atlantshafs sjávarspendýraráðsins (NAMMCO) með aðsetur í Tromsö í Noregi í mars næstkomandi. Í tilkynningu kemur fram að hún sé bresk og hafi unnið að víðtækum rannsóknum á sjávarspendýrum, auk þess að taka þátt í nefndarstörfum fyrir Alþjóðahvalveiðiráðið, Alþjóðasjávarrannsóknaráðið og fleiri stofnanir. Fráfarandi framkvæmdastjóri, Dr. Grete Hovelsrud-Broda, tekur við starfi forstjóra rannsókna hjá Miðstöð alþjóðlegra loftslags- og umhverfisrannsókna (CICERO) í Osló í Noregi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×