Innlent

Lést af völdum heilablæðingar

Bráðabirgðaniðurstaða krufningar á líki Flemming Tolstrup sem lést í Keflavík s.l. laugardag er sú að hann hafi látist af völdum heilablæðingar sem hafi orsakast við högg á hægri kjálka. Lík hans var krufið á Landspítalanum í gær. Ættingjar Flemmings eru komnir til landsins til að flytja lík hans heim til Danmerkur. Ákæra verður gefin út á næstu vikum að sögn fulltrúa sýslumanns í Reykjanesbæ.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×