Innlent

Stendur ekki við fyrirheit

Olíufélagið Essó virðist ekki ætla að standa við fyrirheit um að bensínverð verði framvegis breytilegt oft í mánuði, eða í takt við breytingar á innkaupsverði. Þessi nýbreytni var boðuð í tilkynningu félagsins um leið og það bað neytendur afsökunar á samráði olíufélaganna um eldsneytisverð. Frá því um síðustu mánaðamót hefur dollarinn lækkað úr rúmum 69 krónum niður fyrir 67 krónur og hráolíuverð úr Norðursjó úr 48 krónum niður í 42 krónur. Báðir þessir þættir endurspegla innkaupsverð. Í síðustu viku lækkaði Essó og hin félögin bensínverðið um innan við eitt prósent, en Morgunblaðið greinir frá því að Statoil í Svíþjóð hafi á sama tímabili lækkað bensínverðið um rösk sjö prósent, eða meira en sjö sinnum meira en íslensku félögin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×