Innlent

3 handteknir fyrir innbrot

Reykjavíkurlögreglan handtók þrjá innbrotsþjófa eftir að þeir höfðu reynt að brjótast inn í íbúðarhús í Safamýri í nótt. Þegar lögregla kom á vettvang lögðu þjófarnir á flótta, en komust ekki í bíl sinn. Lögreglumenn hlupu þá uppi og handtóku, og gistu þjófarnir fangageymslur í nótt. Þeir höfðu ekki náð að taka neitt til handargagns þegar lögreglan kom.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×