Innlent

Endurskin til útivistarfólks

Sýslumannsembættin á Seyðisfirði og Eskifirði hafa hafið átak í notkun endurskinsmerkja. Reynt verður að ná til þeirra sem stunda útivist í skammdeginu. Hægt verður að fá endurskinsmerki án endurgjalds á flugeldamörkuðum björgunarsveitanna á Austurlandi. Eins munu vera merki í öllum lögreglubílum eftir 1. janúar og munu verða afhent þeim sem sjást endurskinslausir, ef þeir sjást þá. Átakið er samstarfsverkefni lögreglunnar, VÍS og björgunarsveita Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×