Innlent

Skýt enn upp flugeldum

Á hverju ári verða slys vegna flugelda. Þorsteinn Haraldsson fékk brot frá flugeldi í augað þegar hann var þrettán ára og hefur ekki haft sjón á því síðan. "Við snerum auðvitað andlitinu að rakettunni því tilgangurinn með því að skjóta henni upp var að sjálfsögðu að geta notið hennar með því að horfa á hana," segir Þorsteinn. Þetta kvöld var dálítið hvasst og í skjólinu sem strákarnir fundu var ekki hægt að fara lengra en metra frá flugeldinum. "Rakettan sprakk fyrir framan okkur og um leið og hún þeyttist út í buskann fór einhver brennandi hlutur úr henni í augað á mér. Ég var ekki með hlífðargleraugu af neinu tagi en ég er alveg viss um að ef ég hefði verið með gleraugu hefði bara verið lítill blettur á þeim." Þorsteinn segist kaupa og skjóta upp flugeldum þrátt fyrir slysið. "En ég passa mig og nota hlífðargleraugu," bætir hann við. Að sögn Sigrúnar Þorsteinsdóttur hjá slysavarnasviði Landsbjargar hefur mjög dregið úr augnsköðum af völdum flugelda. "Síðustu áramót höfum við blessunarlega verið laus við alla augnskaða og þökkum það hversu duglegur almenningur hefur verið að nota hlífðargleraugun."


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×