Innlent

Ráðherra athugar beiðni Fishers

Chieko Nohno, dómsmálaráðherra Japans, hefur fallist á að taka til greina beiðni Bobbys Fischers um að verða vísað úr landi og sendur hingað til lands. Að öðrum kosti verður Fischer vísað til Bandaríkjanna þar sem hans bíður fangelsisvist. Nohno sagði að almennt væri reglan sú að menn, sem vísað væri úr landi, væru sendir til heimalandsins sem í þessu tilfelli væri Bandaríkin. Hins vegar mætti hafa óskir Fischers í huga og kanna hvort að þriðja land væri reiðubúið að taka á móti honum.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×