Fegin að málinu sé lokið 23. desember 2004 00:01 Guðmundur Guðlaugsson, bæjarstjóri á Patreksfirði, segir að fórnarlömb mannsins sem fékk fjögurra ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Vestfjarða í gær hafi öll fengið aðstoð vegna áfallsins. Yfirheyrslur og rannsókn málsins hafi reynt mikið á og hann sé feginn að málinu sé lokið. Nanna Sjöfn Pétursdóttir, skólastjóri grunnskólans þar, tekur í sama streng. Fyrrverandi yfirmaður félagsmiðstöðvar á Patreksfirði, sem einnig hafði starfað sem lögreglumaður, fékk fjögurra ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Vestfjarða í gær fyrir kynferðisbrot gegn fimm drengjum. Brotin voru framin á tæplega tveggja ára tímabili og eru sögð hafa haft alvarleg áhrif á sjálfsmynd drengjanna sem litu upp til mannsins, enda hafði hann yfir þeim að segja sem starfsmaður félagsmiðstöðvarinnar. Guðmundur Guðlaugsson bæjarstjóri segir málið hafa reynt á alla. Svona mál reyni alltaf á samfélagið, bæði þar sem þau gerist og landið allt. Hann segir fórnarlömb mannsins og aðstandendur þeirra hafa fengið aðstoð vegna áfallsins hjá opinberum aðilum sem hana veita. Að sögn Guðmundar gengur lífið þó sinn vanagang á Patreksfirði og fólk er bjartsýnt. Nanna Sjöfn Pétursdóttir, skólastjóri grunnskólans, segir að málið hafi verið áfall fyrir hana persónulega enda maðurinn starfsmaður skólans. Hún segir að reynt hafi verið að bæta andrúmsloftið í skólanum eins og hægt var, t.a.m. með aðstoð frá Barnaverndarstofu, sálfræðingum og félagsráðgjöfum. „Við höfum lagt aðaláherslu á að halda skólastaarfinu í sem eðlilegustu horfi,“ segir Nanna og vonar að með dómnum sé þessu loksins lokið. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
Guðmundur Guðlaugsson, bæjarstjóri á Patreksfirði, segir að fórnarlömb mannsins sem fékk fjögurra ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Vestfjarða í gær hafi öll fengið aðstoð vegna áfallsins. Yfirheyrslur og rannsókn málsins hafi reynt mikið á og hann sé feginn að málinu sé lokið. Nanna Sjöfn Pétursdóttir, skólastjóri grunnskólans þar, tekur í sama streng. Fyrrverandi yfirmaður félagsmiðstöðvar á Patreksfirði, sem einnig hafði starfað sem lögreglumaður, fékk fjögurra ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Vestfjarða í gær fyrir kynferðisbrot gegn fimm drengjum. Brotin voru framin á tæplega tveggja ára tímabili og eru sögð hafa haft alvarleg áhrif á sjálfsmynd drengjanna sem litu upp til mannsins, enda hafði hann yfir þeim að segja sem starfsmaður félagsmiðstöðvarinnar. Guðmundur Guðlaugsson bæjarstjóri segir málið hafa reynt á alla. Svona mál reyni alltaf á samfélagið, bæði þar sem þau gerist og landið allt. Hann segir fórnarlömb mannsins og aðstandendur þeirra hafa fengið aðstoð vegna áfallsins hjá opinberum aðilum sem hana veita. Að sögn Guðmundar gengur lífið þó sinn vanagang á Patreksfirði og fólk er bjartsýnt. Nanna Sjöfn Pétursdóttir, skólastjóri grunnskólans, segir að málið hafi verið áfall fyrir hana persónulega enda maðurinn starfsmaður skólans. Hún segir að reynt hafi verið að bæta andrúmsloftið í skólanum eins og hægt var, t.a.m. með aðstoð frá Barnaverndarstofu, sálfræðingum og félagsráðgjöfum. „Við höfum lagt aðaláherslu á að halda skólastaarfinu í sem eðlilegustu horfi,“ segir Nanna og vonar að með dómnum sé þessu loksins lokið.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira