Dæmdur fyrir kynferðisbrot 22. desember 2004 00:01 Rúmlega þrítugur karlmaður, Sigurbjörn Sævar Grétarsson, var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Vestfjarða fyrir kynferðisbrot gegn fimm drengjum á aldrinum tólf til fjórtán ára. Sigurbjörn var ákærður fyrir brot gegn sjö drengjum en sakfelldur fyrir að tæla fjóra þeirra til kynmaka, annara en samræðis og að hafa brotið gegn blygðunarsemi drengjanna fimm, meðal annars með því að sýna þeim klámmyndir af fullorðnu fólki og ungum drengjum. Drengjunum fimm voru dæmdar bætur, frá 50.000 krónum til 700.000 króna. Brotin, sem Sigurbjörn var sakfelldur fyrir, áttu sér stað á árunum 2002 til 2004. Hann var einnig ákærður fyrir brot sem áttu að hafa gerst á árunum 1991 til 1994, en þeirri bótakröfu var vísað frá dómi. Maðurinn er fyrrverandi lögreglumaður á Patreksfirði og starfaði sem forstöðumaður félagsmiðstöðvar bæjarins. Lögreglan gerði húsleit á heimili hans fyrir ári síðan og í kjölfarið var hann yfirheyrður og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Í dómi Héraðsdóms segir að við ákvörðun refsingar hafi orðið að líta til þess að maðurinn hafi sem forstöðumaður félagsmiðstöðvar haft boðvald yfir drengjunum og þeir litið upp til hans. Þá hafi foreldrar drengjanna treyst honum fyrir þeim en hann brugðist því trausti. Sigurbjörn hafi rætt við drengina um kynlíf og sýnt þeim klámmyndir á viðkvæmu þroskastigi, að því er virðist undir því yfirskini að hann væri að fræða þá. Hann hafi með þessu virst á kerfisbundinn hátt hafa leitast við að gera þá móttækilega fyrir kynmökum. Það hafi farið eftir viðnámsþrótti drengjanna hversu langt hann gekk. Þykir Héraðsdómi sú aðferð sýna skýran og einbeittan brotavilja Sigurbjörns. Í dómnum segir að ljóst þyki að brotin gegn drengjunum séu til þess fallin að valda þeim sálrænu tjóni sem geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir sjálfsmynd þeirra og þroska, en sumir þeirra hafi upplifað skömm og sektarkennd vegna brotanna. Ákærði þótti ekki eiga sér neinar málsbætur. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Rúmlega þrítugur karlmaður, Sigurbjörn Sævar Grétarsson, var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Vestfjarða fyrir kynferðisbrot gegn fimm drengjum á aldrinum tólf til fjórtán ára. Sigurbjörn var ákærður fyrir brot gegn sjö drengjum en sakfelldur fyrir að tæla fjóra þeirra til kynmaka, annara en samræðis og að hafa brotið gegn blygðunarsemi drengjanna fimm, meðal annars með því að sýna þeim klámmyndir af fullorðnu fólki og ungum drengjum. Drengjunum fimm voru dæmdar bætur, frá 50.000 krónum til 700.000 króna. Brotin, sem Sigurbjörn var sakfelldur fyrir, áttu sér stað á árunum 2002 til 2004. Hann var einnig ákærður fyrir brot sem áttu að hafa gerst á árunum 1991 til 1994, en þeirri bótakröfu var vísað frá dómi. Maðurinn er fyrrverandi lögreglumaður á Patreksfirði og starfaði sem forstöðumaður félagsmiðstöðvar bæjarins. Lögreglan gerði húsleit á heimili hans fyrir ári síðan og í kjölfarið var hann yfirheyrður og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Í dómi Héraðsdóms segir að við ákvörðun refsingar hafi orðið að líta til þess að maðurinn hafi sem forstöðumaður félagsmiðstöðvar haft boðvald yfir drengjunum og þeir litið upp til hans. Þá hafi foreldrar drengjanna treyst honum fyrir þeim en hann brugðist því trausti. Sigurbjörn hafi rætt við drengina um kynlíf og sýnt þeim klámmyndir á viðkvæmu þroskastigi, að því er virðist undir því yfirskini að hann væri að fræða þá. Hann hafi með þessu virst á kerfisbundinn hátt hafa leitast við að gera þá móttækilega fyrir kynmökum. Það hafi farið eftir viðnámsþrótti drengjanna hversu langt hann gekk. Þykir Héraðsdómi sú aðferð sýna skýran og einbeittan brotavilja Sigurbjörns. Í dómnum segir að ljóst þyki að brotin gegn drengjunum séu til þess fallin að valda þeim sálrænu tjóni sem geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir sjálfsmynd þeirra og þroska, en sumir þeirra hafi upplifað skömm og sektarkennd vegna brotanna. Ákærði þótti ekki eiga sér neinar málsbætur.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent