Innlent

4 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot

Sigurbjörn Sævar Grétarsson, fyrrverandi lögreglumaður á Patreksfirði, var í dag dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fimm piltum. Auk þess var hann dæmdur til að greiða þeim samanlagt 2,4 milljónir króna í miskabætur. Sigurbjörn Sævar er liðlega þrítugur og hefur verið afleysingarmaður í lögreglunni á Patreksfirði og umsjónarmaður félagsmiðstöðvarinnar í bænum. Hann var ákærður fyrir brot gegn sjö drengjum en sakfelldur fyrir brot gegn fimm. Fórnarlömb hans voru á aldrinum 12-14 ára þegar brotin voru framin á árunum 2002-2003. Við ákvörðun refsingar leit héraðsdómari til þess að ákærði hafi verið umsjónarmaður félagsmiðstöðvar þeirrar sem drengirnir sóttu og hafi haft ákveðið boðvald yfir þeim og þeir litið upp til hans. Þá hafi foreldrar og forráðamenn drengjanna treyst honum fyrir drengjunum. Þá hafi Sigurbjörn Sævar á kerfisbundinn hátt gert drenginga móttækilega fyrir kynmökum og sýnt skýran og einbeittan brotavilja. Ljóst sé að verknaðurinn hafi valdið drengjunum sálrænu tjóni sem geti haft alvarlegar afleiðingar og þykir Sigurbjörn Sævar ekki eiga sér neinar málsbætur. Sigurbjörn Sævar var dæmdur í fjögurra ára fangelsi og dæmdur til að greiða drengjunum miskabætur á bilinu 50-700 þúsund krónur, samanlagt 2,4 milljónir króna.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×