Innlent

Árs fangelsi fyrir kynferðisbrot

Rúmlega fertugur maður var dæmdur í eins árs fangelsi í Héráðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir að særa blygðunarsemi 12 ára pilts í biðskýli við Austurberg í Reykjavík og notfæra sér andlega annmarka 17 ára pilts í kynferðislegum tilgangi á gistiheimili við Flókagötu. Drengurinn er misþroska og ofvirkur og metinn 75 prósent öryrki. Lögregla fylgdist með manninum eftir að foreldrar 12 ára drengsins höfðu kært hann til lögreglu. Lögreglumennirnir gerðu foreldrum eldri drengsins viðvart sem leiddi til þess að málið var kært til lögreglunnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×