Innlent

Fékk tvö ár skilorðsbundin

Nítján ára stúlka var dæmd í 14 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í morgun fyrir þjófnað, hylmingu og tilraun til fjársvika. Dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára þar sem stúlkan hefur snúið lífi sínu til betri vegar, hafið nám og hætt fíkniefnaneyslu og afbrotum. Stúlkan var sakfelld fyrir að hafa reynt að svíkja út vörur í Smáralind með því að framvísa stolnu greiðslukorti. Hún hafði einnig stolið úr verslun og brotist inn á farfuglaheimili. Þá hafði hún í fórum sínum stolinn gullhring sem hún ætlaði að selja til að fjármagna fíkniefnakaup. Stúlkan rauf skilorð með brotunum en í apríl hlaut hún tólf mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Það kom til refsiþyngingar nú.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×