Hvít jól um allt land 20. desember 2004 00:01 "Spár hafa hægt og sígandi verið að styrkjast í þá átt að það verði hvít jól um allt land og vindur í sæmilegu lágmarki," segir Sigurður Ragnarsson veðurfræðingur, eða Siggi stormur eins og hann er oft uppnefndur. Sigurður segir að eftir skammvinn hlýindi í dag muni snöggkólna og það megi búast við fimbulkulda á Þorláksmessu. "Frostið verður sennilega á bilinu tíu til tuttugu stig, kaldast austur á fjörðum og inn til landsins en ætli við megum ekki glíma við tíu til tólf stiga frost hér í bænum." Sigurður segir að á aðfangadagskvöld sé jafnvel von á fallegum jólasnjó um allt land og hann muni halda sér fram á annan í jólum þegar það hlýnar aftur. "Þá verður reyndar frost fyrir norðan en frostlaust með suðurströndinni." Séra Vigfús Þór Árnason, sóknarprestur í Grafarvogskirkju, fagnar spánni og finnst það hátíðlegt þegar hvít þekja er yfir jörðu á jólunum. "Það snjóaði til dæmis um daginn og ég var að horfa á trén út um gluggann og þau voru óskaplega falleg. Ég held að Ameríkaninn myndi gera mikið til að fá svona "White Christmas" eins og segir í laginu." Vigfús segir að gott veður á jólunum sé ekki alltaf komið undir veðurguðunum. "Það er alltaf gott veður á jólunum sama hvernig viðrar því það er gott veður í lundinni. Fyrir mér koma jólin alltaf þegar kórinn gengur inn á kirkjugólfið í Grafarvogskirkju með kertaljós og syngur Sjá himins opnast hlið. Þá er maður búinn að gleyma hvort það er hvít jörð eða rauð." Séra Vigfús telur að veðurfarið hafi ekki mikil áhrif á kirkjusókn um jólin. "Ég man þegar ég var prestur á Siglufirði og það var slíkt fárviðri að maður kom varla auga á kirkjuna á leið til hennar, en hún var engu að síður full af fólki. Það er alltaf þéttsetið í kirkju á jólum sama hvernig viðrar." VEÐRIÐ UM JÓLIN. Veðrið klukkan 18 á aðfangadag á nokkrum stöðum um landið undanfarin fjögur ár. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira
"Spár hafa hægt og sígandi verið að styrkjast í þá átt að það verði hvít jól um allt land og vindur í sæmilegu lágmarki," segir Sigurður Ragnarsson veðurfræðingur, eða Siggi stormur eins og hann er oft uppnefndur. Sigurður segir að eftir skammvinn hlýindi í dag muni snöggkólna og það megi búast við fimbulkulda á Þorláksmessu. "Frostið verður sennilega á bilinu tíu til tuttugu stig, kaldast austur á fjörðum og inn til landsins en ætli við megum ekki glíma við tíu til tólf stiga frost hér í bænum." Sigurður segir að á aðfangadagskvöld sé jafnvel von á fallegum jólasnjó um allt land og hann muni halda sér fram á annan í jólum þegar það hlýnar aftur. "Þá verður reyndar frost fyrir norðan en frostlaust með suðurströndinni." Séra Vigfús Þór Árnason, sóknarprestur í Grafarvogskirkju, fagnar spánni og finnst það hátíðlegt þegar hvít þekja er yfir jörðu á jólunum. "Það snjóaði til dæmis um daginn og ég var að horfa á trén út um gluggann og þau voru óskaplega falleg. Ég held að Ameríkaninn myndi gera mikið til að fá svona "White Christmas" eins og segir í laginu." Vigfús segir að gott veður á jólunum sé ekki alltaf komið undir veðurguðunum. "Það er alltaf gott veður á jólunum sama hvernig viðrar því það er gott veður í lundinni. Fyrir mér koma jólin alltaf þegar kórinn gengur inn á kirkjugólfið í Grafarvogskirkju með kertaljós og syngur Sjá himins opnast hlið. Þá er maður búinn að gleyma hvort það er hvít jörð eða rauð." Séra Vigfús telur að veðurfarið hafi ekki mikil áhrif á kirkjusókn um jólin. "Ég man þegar ég var prestur á Siglufirði og það var slíkt fárviðri að maður kom varla auga á kirkjuna á leið til hennar, en hún var engu að síður full af fólki. Það er alltaf þéttsetið í kirkju á jólum sama hvernig viðrar." VEÐRIÐ UM JÓLIN. Veðrið klukkan 18 á aðfangadag á nokkrum stöðum um landið undanfarin fjögur ár.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira