Innlent

Blóðgjöf og eggjagjöf tvennt ólíkt

 Blóðgjöfin tekur aðeins 15 - 20 mínútur. Hann gagnrýnir samanburð Sigurðar Guðmundssonar landlæknis á þessu tvennu. "Fyrst þarf konana að koma í tvö viðtöl," sagði hann. "Hún þarf að koma í skoðun, fara í blóðprufur, rannsókn sem felst í sónarskoðun og taka þarf ræktanir. Þetta eru nokkrar heimsóknir. Heildartími meðferðarinnar sjálfrar er svo um einn mánuður. Hún þarf að koma í nokkur skipti á þeim tíma. Þá er meðal annars verið að örva eggjastokkana með nefúða og einni sprautu á dag. Inni í miðju því tímabili eru sótt egg. Þá er konan deyfð og gert inngrip. Því fylgir vinnutap, því hún vinnur klárlega ekki þann dag og líklega ekki þann næsta heldur." Þórður sagði að konur gætu fengið þrýstingseinkenni í kvið við lyfjaörvun, svo og eymsli eftir eggjatöku og blöðrumyndun á eftir sem síðan jafnaði sig. Ekki væri sjálfsagt að konur legðu allt þetta á sig og greiddu sjálfar fyrir það með vinnutapi, ferðalögum og sínum tíma til að geta gefið einhverjum sem þær þekktu ekkert, egg til tæknifrjóvgunar.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×