Innlent

Teikningar Sigmunds á 18 milljónir

Ríkið mun greiða Sigmund Jóhannssyni átján milljónir króna fyrir skopteikningar sem birst hafa í Morgunblaðinu síðastliðna hálfa öld. Vefmiðilinn eyjar.net greinir frá þessu. Einnig kemur fram að sett verði á stofn sérstakt Sigmundssafn í Vestmannaeyjum. Áætlað er að Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra og Sigmund tilkynni þetta formlega í morgunverðarboði sem haldið verður fimmtánda desember. Ríkisstjórnin ákvað að kaupa myndirnar í tilefni sextíu ára afmælis lýðveldisins.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×