Innlent

Eftirlit með ræktunarhundum

Umhverfis- og heilbrigðisstofu er nú heimilt að telja fjölda hunda hjá þeim sem stunda ræktun og sölu til að sannreyna fjölda undaneldishunda og hunda sem ræktaðir eru til sölu.  Í samþykktinni er hundaræktun skilgreind svo að um sé að ræða starfsemi þar sem tvö eða fleiri kvendýr, sem hafa átt afkvæmi séu haldin til undaneldis og ætlunin er að hafa áfram til undaneldis. Heimilt er að skrá hunda sem undaneldishunda við hundarækt og eru þeir undanþegnir árlegum eftirlitsgjöldum. Þessa hunda er óheimilt að flytja frá athafnasvæði hundaræktunarstöðvar og skal haldið þar og mega aldrei ganga lausir né á meðal almennings, nema með undanþágu Umhverfis- og heilbrigðisstofu. Hundar sem ræktaðir eru á hundarækt til sölu skal skrá þegar þeir ná fjögurra mánaða aldri og hvílir á þeim upplýsingaskylda til Umhverfis- og heilbrigðisstofu  



Fleiri fréttir

Sjá meira


×