Gagnrýnir viðbrögð yfirvalda 8. desember 2004 00:01 Eyðibýlið Sjónarhóll á Vatnsleysuströnd er í einangrun eftir að þrjú hross hafa á undanförnum dögum drepist úr miltisbrandi þar, að sögn Sigurðar Arnar Hanssonar aðstoðaryfirdýralæknis. Það blæddi úr vitum, ytri kynfærum og endaþarmi hrossanna. Fyrsta hrossið drapst á fimmtudag, tvö hross drápust á sunnudag og fjórða hrossinu á bænum hefur verið lógað. Guðrún Sigmundsdóttir, yfirlæknir á sóttvarnasviði Landlæknisembættisins, segir að níu manns séu í forvarnarmeðferð gegn miltisbrandi þar sem fólkið hafi á einn eða annan hátt komið nálægt hrossunum sem drápust. Landbúnaðarráðuneytið hefur að tillögu yfirdýralæknis fyrirskipað bann við flutningi búfjár til og frá bænum, brennslu hræjanna auk sótthreinsunar á svæðinu. Í tilkynningu frá embætti yfirdýralæknis og sóttvarnalæknis segir að umferð fólks og dýra um svæðið sé einnig takmörkuð um sinn. Halldór Halldórsson, bóndi á Narfakoti sem er næsti bær við Sjónarhól, gagnrýnir starfshætti yfirvalda. Halldór sem er búfjáreftirlitsmaður á svæðinu segir að ekkert samband hafi verið haft við hann vegna málsins. Hann hafi sjálfur þurft að afla sér upplýsinga. "Ég kom að fyrsta hrossinu dauðu og snerti það en fékk bara skilaboð frá bóndanum um að ég ætti að fara til læknis og fá mér sýklalyf," segir Halldór. "Ég sótti það til heilsugæslulæknis og spurði hvort ég ætti ekki að fara í einhverja rannsókn en mér var sagt að það væri óþarfi. Mér finnst þetta voðalega skrítið allt saman. Svo er talað um að þetta sé vel girt núna. Eina girðingin er gulur borði þar sem stendur að svæðið sé í sóttkví og ég veit það að mín hross kunna ekki lesa. Við erum að fara að senda frá okkur hross í tamningu og vitum ekki hvort við megum það." Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að grafa sem var notuð til að urða eitt hrossanna í landi Sjónarhóls hafi verið seld út á land. Hún mun nú vera austur í Þingvallasveit og hefur ekkert samband verið haft við nýjan eiganda hennar. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Eyðibýlið Sjónarhóll á Vatnsleysuströnd er í einangrun eftir að þrjú hross hafa á undanförnum dögum drepist úr miltisbrandi þar, að sögn Sigurðar Arnar Hanssonar aðstoðaryfirdýralæknis. Það blæddi úr vitum, ytri kynfærum og endaþarmi hrossanna. Fyrsta hrossið drapst á fimmtudag, tvö hross drápust á sunnudag og fjórða hrossinu á bænum hefur verið lógað. Guðrún Sigmundsdóttir, yfirlæknir á sóttvarnasviði Landlæknisembættisins, segir að níu manns séu í forvarnarmeðferð gegn miltisbrandi þar sem fólkið hafi á einn eða annan hátt komið nálægt hrossunum sem drápust. Landbúnaðarráðuneytið hefur að tillögu yfirdýralæknis fyrirskipað bann við flutningi búfjár til og frá bænum, brennslu hræjanna auk sótthreinsunar á svæðinu. Í tilkynningu frá embætti yfirdýralæknis og sóttvarnalæknis segir að umferð fólks og dýra um svæðið sé einnig takmörkuð um sinn. Halldór Halldórsson, bóndi á Narfakoti sem er næsti bær við Sjónarhól, gagnrýnir starfshætti yfirvalda. Halldór sem er búfjáreftirlitsmaður á svæðinu segir að ekkert samband hafi verið haft við hann vegna málsins. Hann hafi sjálfur þurft að afla sér upplýsinga. "Ég kom að fyrsta hrossinu dauðu og snerti það en fékk bara skilaboð frá bóndanum um að ég ætti að fara til læknis og fá mér sýklalyf," segir Halldór. "Ég sótti það til heilsugæslulæknis og spurði hvort ég ætti ekki að fara í einhverja rannsókn en mér var sagt að það væri óþarfi. Mér finnst þetta voðalega skrítið allt saman. Svo er talað um að þetta sé vel girt núna. Eina girðingin er gulur borði þar sem stendur að svæðið sé í sóttkví og ég veit það að mín hross kunna ekki lesa. Við erum að fara að senda frá okkur hross í tamningu og vitum ekki hvort við megum það." Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að grafa sem var notuð til að urða eitt hrossanna í landi Sjónarhóls hafi verið seld út á land. Hún mun nú vera austur í Þingvallasveit og hefur ekkert samband verið haft við nýjan eiganda hennar.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira