Innlent

Hæpin jólagjöf R-listans

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn, segir jólagjöf R-listans í ár til borgarbúa sé skatta- og gjaldahækkun sem muni kosta reykvískar fjölskyldur tugi þúsunda á næsta ári. R-listinn kynnti í gær frumvarp sitt að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2005 þar sem meðal annars er boðuð hækkun útsvars og fasteignaskatta. Oddviti sjálfstæðismanna segir þetta þvert á loforð R-listans fyrir síðustu kosningar um að skattar yrðu ekki hækkaðir vegna aukinnar skuldasöfnunar.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×