Fjölskylda fær skaðabætur 1. desember 2004 00:01 Afganska ríkisstjórnin hefur greitt fjölskyldu Feribu, 13 ára gamallar stúlku sem lést í sjálfsmorðsárás á íslenska friðargæsluliða í Kabúl, rúmar 140 þúsund krónur í skaðabætur fyrir dótturmissinn. Þetta kemur fram í nýrri grein um tilræðið í vefriti IWPR (Institute for War and Peace Reporting). Talibshah Khaksar, faðir stúlkunnar, segir í viðtali við IWPR að þetta hafi ekki hrokkið fyrir útför hennar. Um hundrað þúsund krónur söfnuðust handa fjölskyldunni í söfnun hér á landi. Haft er eftir heimildum innan afgönsku leyniþjónustunnar að tilræðismaðurinn hafi heitið Matiullah og verið þekktur sem félagi í hreyfingu undir stjórn Maulavi Younis Khalis sem síðar gekk í raðir Talibana. Matiullah var búsettur í Shamshatu-flóttamannabúðunum í Peshawar í Pakistan en kom gagngert til Kabúl til að fremja hryðjuverk. Afganskir embættismenn, Sameinuðu þjóðirnar, erlend sendiráð og ýmis hjálparsamtök höfðu á undanförnum mánuðum annað slagið varað við hættunni af því að versla á Kjúklingastræti. Feriba, 13 ára gömul afgönsk stúlka, og 23 ára gömul bandarísk kona létust í árásinni og þrír íslenskir friðargæsluliðar særðust. Þrátt fyrir dauða Feribu halda börn ennþá áfram að stunda götusölu í Kjúklingastræti. Haft er eftir Rohullah, tíu ára, sem selur kort og bréfsefni á Kjúklingastræti, að hann sé ekki hræddur. Tekjurnar af því að selja útlendingum séu svo miklar að hann geti ekki annað. Sima Gul, 12 ára, sem selur plastsólgleraugu, segir: "Ég hræðist ekkert. Ég þarf að sjá fjölskyldunni fyrir mat, annars deyjum við úr hungri." Mohammad Yousuf, yfirmaður Ashiana, þjálfunar- og menntunarmiðstöðvar fyrir börn í Kabúl, segir að götusölubörnin séu í mestri hættu vegna árása á útlendinga. "Börnin láta ekki í ljós hræðslu en árásirnar hafa haft slæmar sálfræðilegar afleiðingar fyrir þau. Þau eru hrædd við að verða rænd og verða fórnarlömb árása á útlendinga. Þau hafa hins vegar engan annan kost." Ashiana-miðstöðin hefur á prjónunum námskeið þar sem götubörnum verður kennt að skynja þær hættur sem leynast á götum Kabúl. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Afganska ríkisstjórnin hefur greitt fjölskyldu Feribu, 13 ára gamallar stúlku sem lést í sjálfsmorðsárás á íslenska friðargæsluliða í Kabúl, rúmar 140 þúsund krónur í skaðabætur fyrir dótturmissinn. Þetta kemur fram í nýrri grein um tilræðið í vefriti IWPR (Institute for War and Peace Reporting). Talibshah Khaksar, faðir stúlkunnar, segir í viðtali við IWPR að þetta hafi ekki hrokkið fyrir útför hennar. Um hundrað þúsund krónur söfnuðust handa fjölskyldunni í söfnun hér á landi. Haft er eftir heimildum innan afgönsku leyniþjónustunnar að tilræðismaðurinn hafi heitið Matiullah og verið þekktur sem félagi í hreyfingu undir stjórn Maulavi Younis Khalis sem síðar gekk í raðir Talibana. Matiullah var búsettur í Shamshatu-flóttamannabúðunum í Peshawar í Pakistan en kom gagngert til Kabúl til að fremja hryðjuverk. Afganskir embættismenn, Sameinuðu þjóðirnar, erlend sendiráð og ýmis hjálparsamtök höfðu á undanförnum mánuðum annað slagið varað við hættunni af því að versla á Kjúklingastræti. Feriba, 13 ára gömul afgönsk stúlka, og 23 ára gömul bandarísk kona létust í árásinni og þrír íslenskir friðargæsluliðar særðust. Þrátt fyrir dauða Feribu halda börn ennþá áfram að stunda götusölu í Kjúklingastræti. Haft er eftir Rohullah, tíu ára, sem selur kort og bréfsefni á Kjúklingastræti, að hann sé ekki hræddur. Tekjurnar af því að selja útlendingum séu svo miklar að hann geti ekki annað. Sima Gul, 12 ára, sem selur plastsólgleraugu, segir: "Ég hræðist ekkert. Ég þarf að sjá fjölskyldunni fyrir mat, annars deyjum við úr hungri." Mohammad Yousuf, yfirmaður Ashiana, þjálfunar- og menntunarmiðstöðvar fyrir börn í Kabúl, segir að götusölubörnin séu í mestri hættu vegna árása á útlendinga. "Börnin láta ekki í ljós hræðslu en árásirnar hafa haft slæmar sálfræðilegar afleiðingar fyrir þau. Þau eru hrædd við að verða rænd og verða fórnarlömb árása á útlendinga. Þau hafa hins vegar engan annan kost." Ashiana-miðstöðin hefur á prjónunum námskeið þar sem götubörnum verður kennt að skynja þær hættur sem leynast á götum Kabúl.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira