Endurhæfing í stað örorku 25. nóvember 2004 00:01 Tryggingastofnun ríkisins tekur þátt í ýmsum verkefnum sem lúta að starfsendurhæfingu fólks til að forða því frá örorku. Það hefur sýnt sig að sú vinna skilar árangri, að sögn Karls Steinars Guðnasonar, forstjóra stofnunarinnar, en þyrfti að vera miklu markvissari og meiri. Fjölgun öryrkja á þessu ári kostar ríflega milljarð. Á fjáraukalögum er gert ráð fyrir svipaðri aukningu á næsta ári. Heildarútgjöld vegna þessarar aukningar nema 2,5 milljörðum króna á þessu tímabili, að sögn Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra. "Þessi endurhæfingarverkefni eru fyrir fólk sem sótt hefur um örorku, en við teljum að hægt sé að koma til betri vegar," sagði Karl Steinar og bætti við að sú forvarnarvinna hefði gefið góða raun. Nú stendur yfir margþætt vinna vegna þeirrar þróunar sem er í fjölgun öryrkja. Hagfræðistofnun vinnur að kortlagningu vandans og greiningu á orsökum hans, samkvæmt tilmælum heilbrigðisráðherra. Þá er væntanleg skýrsla frá nefnd Tryggingastofnunar um starfsendurhæfingu og frekari möguleika í henni. Karl Steinar segir að með þeim upplýsingum sem fengjust með þessu starfi yrði hægt að sjá málin í víðara samhengi og bregðast við þróuninni með árangursríkari hætti. Í greinargerð sem Tryggingastofnun hefur sent heilbrigðisráðherra er bent á að hjá samsvarandi stofnunum í Noregi og Svíþjóð hafi allt eftirlit með fagaðilum verið hert verulega, meðal annars með lagasetningu þess efnis. Að hálfu stofnananna hafi verið lögð áhersla á að auka verulega fræðslu til fagstétta um almannatryggingakerfið, stöðu þess og þróun, svo og þær hættur sem séu því fylgjandi að ekki sé gætt fyllstu varfærni í ákvörðun réttar til bóta. Eftir lauslega könnun Tryggingastofnunar hafi komið í ljós að læknar hér á landi þurfi verulega aukna fræðslu um almannatryggingar. Huga þurfi að sérstökum fjárframlögum til stofnunarinnar eigi hún að standa undir slíkri fræðslu. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Sjá meira
Tryggingastofnun ríkisins tekur þátt í ýmsum verkefnum sem lúta að starfsendurhæfingu fólks til að forða því frá örorku. Það hefur sýnt sig að sú vinna skilar árangri, að sögn Karls Steinars Guðnasonar, forstjóra stofnunarinnar, en þyrfti að vera miklu markvissari og meiri. Fjölgun öryrkja á þessu ári kostar ríflega milljarð. Á fjáraukalögum er gert ráð fyrir svipaðri aukningu á næsta ári. Heildarútgjöld vegna þessarar aukningar nema 2,5 milljörðum króna á þessu tímabili, að sögn Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra. "Þessi endurhæfingarverkefni eru fyrir fólk sem sótt hefur um örorku, en við teljum að hægt sé að koma til betri vegar," sagði Karl Steinar og bætti við að sú forvarnarvinna hefði gefið góða raun. Nú stendur yfir margþætt vinna vegna þeirrar þróunar sem er í fjölgun öryrkja. Hagfræðistofnun vinnur að kortlagningu vandans og greiningu á orsökum hans, samkvæmt tilmælum heilbrigðisráðherra. Þá er væntanleg skýrsla frá nefnd Tryggingastofnunar um starfsendurhæfingu og frekari möguleika í henni. Karl Steinar segir að með þeim upplýsingum sem fengjust með þessu starfi yrði hægt að sjá málin í víðara samhengi og bregðast við þróuninni með árangursríkari hætti. Í greinargerð sem Tryggingastofnun hefur sent heilbrigðisráðherra er bent á að hjá samsvarandi stofnunum í Noregi og Svíþjóð hafi allt eftirlit með fagaðilum verið hert verulega, meðal annars með lagasetningu þess efnis. Að hálfu stofnananna hafi verið lögð áhersla á að auka verulega fræðslu til fagstétta um almannatryggingakerfið, stöðu þess og þróun, svo og þær hættur sem séu því fylgjandi að ekki sé gætt fyllstu varfærni í ákvörðun réttar til bóta. Eftir lauslega könnun Tryggingastofnunar hafi komið í ljós að læknar hér á landi þurfi verulega aukna fræðslu um almannatryggingar. Huga þurfi að sérstökum fjárframlögum til stofnunarinnar eigi hún að standa undir slíkri fræðslu.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Sjá meira