Ekki pláss fyrir áfengissjúka 22. nóvember 2004 00:01 "Við höfum ekki pláss til að taka við öllum þeim fjölda fólks sem hefur verið lagt inn á Vog. Við höfum sárafá pláss, en höfum í vaxandi mæli reynt að meðhöndla fólk á göngudeildum og dagdeildum." Þetta segir Halldóra Ólafsdóttir, yfirlæknir á bráðamóttöku geðsviðs Landspítala – háskólasjúkrahúss, um þann niðurskurð á þjónustu við áfengissjúka sem boðaður hefur verið á Vogi vegna fjárskorts. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir þar, hefur boðað að loka verði unglingadeild, hætta meðferð ópíumfíkla, skera niður flýti- og bráðamóttöku og fækka innlögnum úr 2.350 í 2.100 eftir áramót. Með þessu móti ætlar sjúkrahúsið að spara 45 milljónir. Um 40 unglingar undir 16 ára aldri voru lagðir inn á Vog á síðasta ári. Um 40–45 ópíumfíklar eru þar í meðferð. Þeim hefur fjölgað um 15 á rúmu ári. Kostnað hefur SÁÁ borið einhliða. Um 2.500 ráðgjafarviðtöl eru veitt árlega. Flýtiinnlagnir í framhaldi af því hafa verið um 700. Þá hafa verið 100 innlagnir þar sem sjúklingar hafa komið frá bráðamóttöku spítalanna og verið lagðir beint inn. Þessir 800 hefðu ella þurft að fara á biðlista. "Við komum þessari þjónustu á fyrir nær tveimur árum vegna vaxandi hlutdeildar okkar í bráðaþjónustunni, þegar Landspítalinn dró úr henni," sagði Þórarinn. "En við getum ekki haldið þessu úti lengur. Eftir áramót verðum við að óbreyttu að vísa fólki á bráðamóttökur spítalanna." Sigurður Guðmundsson landlæknir sagði mjög miður ef starfsemi SÁÁ raskaðist. Ekki síst umönnun svokallaðra ópíumfíkla, sem áður hefðu leitað til lækna úti í bæ. "Þetta hefur gjörbreytt stöðu þessara fíkla. Það er miklu minna um að við fáum ábendingar og kvartanir um vandamál tengd meðferð þeirra. Hún hefur batnað mikið og orðið skipulagðari eftir að hún fluttist á Vog." Þá sagði landlæknir áhyggjuefni ef unglingadeildinni yrði lokað. Hann kvaðst vænta þess að til þessa samdráttar í starfi SÁÁ kæmi ekki í þeim mæli er boðað hefði verið. "Við þurfum að leita allra leiða til að sinna heilbrigðisþjónustunni sem best," sagði hann,"en við höfum ekki ótakmarkað fé til þess." Fréttir Innlent Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
"Við höfum ekki pláss til að taka við öllum þeim fjölda fólks sem hefur verið lagt inn á Vog. Við höfum sárafá pláss, en höfum í vaxandi mæli reynt að meðhöndla fólk á göngudeildum og dagdeildum." Þetta segir Halldóra Ólafsdóttir, yfirlæknir á bráðamóttöku geðsviðs Landspítala – háskólasjúkrahúss, um þann niðurskurð á þjónustu við áfengissjúka sem boðaður hefur verið á Vogi vegna fjárskorts. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir þar, hefur boðað að loka verði unglingadeild, hætta meðferð ópíumfíkla, skera niður flýti- og bráðamóttöku og fækka innlögnum úr 2.350 í 2.100 eftir áramót. Með þessu móti ætlar sjúkrahúsið að spara 45 milljónir. Um 40 unglingar undir 16 ára aldri voru lagðir inn á Vog á síðasta ári. Um 40–45 ópíumfíklar eru þar í meðferð. Þeim hefur fjölgað um 15 á rúmu ári. Kostnað hefur SÁÁ borið einhliða. Um 2.500 ráðgjafarviðtöl eru veitt árlega. Flýtiinnlagnir í framhaldi af því hafa verið um 700. Þá hafa verið 100 innlagnir þar sem sjúklingar hafa komið frá bráðamóttöku spítalanna og verið lagðir beint inn. Þessir 800 hefðu ella þurft að fara á biðlista. "Við komum þessari þjónustu á fyrir nær tveimur árum vegna vaxandi hlutdeildar okkar í bráðaþjónustunni, þegar Landspítalinn dró úr henni," sagði Þórarinn. "En við getum ekki haldið þessu úti lengur. Eftir áramót verðum við að óbreyttu að vísa fólki á bráðamóttökur spítalanna." Sigurður Guðmundsson landlæknir sagði mjög miður ef starfsemi SÁÁ raskaðist. Ekki síst umönnun svokallaðra ópíumfíkla, sem áður hefðu leitað til lækna úti í bæ. "Þetta hefur gjörbreytt stöðu þessara fíkla. Það er miklu minna um að við fáum ábendingar og kvartanir um vandamál tengd meðferð þeirra. Hún hefur batnað mikið og orðið skipulagðari eftir að hún fluttist á Vog." Þá sagði landlæknir áhyggjuefni ef unglingadeildinni yrði lokað. Hann kvaðst vænta þess að til þessa samdráttar í starfi SÁÁ kæmi ekki í þeim mæli er boðað hefði verið. "Við þurfum að leita allra leiða til að sinna heilbrigðisþjónustunni sem best," sagði hann,"en við höfum ekki ótakmarkað fé til þess."
Fréttir Innlent Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira