Ekki pláss fyrir áfengissjúka 22. nóvember 2004 00:01 "Við höfum ekki pláss til að taka við öllum þeim fjölda fólks sem hefur verið lagt inn á Vog. Við höfum sárafá pláss, en höfum í vaxandi mæli reynt að meðhöndla fólk á göngudeildum og dagdeildum." Þetta segir Halldóra Ólafsdóttir, yfirlæknir á bráðamóttöku geðsviðs Landspítala – háskólasjúkrahúss, um þann niðurskurð á þjónustu við áfengissjúka sem boðaður hefur verið á Vogi vegna fjárskorts. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir þar, hefur boðað að loka verði unglingadeild, hætta meðferð ópíumfíkla, skera niður flýti- og bráðamóttöku og fækka innlögnum úr 2.350 í 2.100 eftir áramót. Með þessu móti ætlar sjúkrahúsið að spara 45 milljónir. Um 40 unglingar undir 16 ára aldri voru lagðir inn á Vog á síðasta ári. Um 40–45 ópíumfíklar eru þar í meðferð. Þeim hefur fjölgað um 15 á rúmu ári. Kostnað hefur SÁÁ borið einhliða. Um 2.500 ráðgjafarviðtöl eru veitt árlega. Flýtiinnlagnir í framhaldi af því hafa verið um 700. Þá hafa verið 100 innlagnir þar sem sjúklingar hafa komið frá bráðamóttöku spítalanna og verið lagðir beint inn. Þessir 800 hefðu ella þurft að fara á biðlista. "Við komum þessari þjónustu á fyrir nær tveimur árum vegna vaxandi hlutdeildar okkar í bráðaþjónustunni, þegar Landspítalinn dró úr henni," sagði Þórarinn. "En við getum ekki haldið þessu úti lengur. Eftir áramót verðum við að óbreyttu að vísa fólki á bráðamóttökur spítalanna." Sigurður Guðmundsson landlæknir sagði mjög miður ef starfsemi SÁÁ raskaðist. Ekki síst umönnun svokallaðra ópíumfíkla, sem áður hefðu leitað til lækna úti í bæ. "Þetta hefur gjörbreytt stöðu þessara fíkla. Það er miklu minna um að við fáum ábendingar og kvartanir um vandamál tengd meðferð þeirra. Hún hefur batnað mikið og orðið skipulagðari eftir að hún fluttist á Vog." Þá sagði landlæknir áhyggjuefni ef unglingadeildinni yrði lokað. Hann kvaðst vænta þess að til þessa samdráttar í starfi SÁÁ kæmi ekki í þeim mæli er boðað hefði verið. "Við þurfum að leita allra leiða til að sinna heilbrigðisþjónustunni sem best," sagði hann,"en við höfum ekki ótakmarkað fé til þess." Fréttir Innlent Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
"Við höfum ekki pláss til að taka við öllum þeim fjölda fólks sem hefur verið lagt inn á Vog. Við höfum sárafá pláss, en höfum í vaxandi mæli reynt að meðhöndla fólk á göngudeildum og dagdeildum." Þetta segir Halldóra Ólafsdóttir, yfirlæknir á bráðamóttöku geðsviðs Landspítala – háskólasjúkrahúss, um þann niðurskurð á þjónustu við áfengissjúka sem boðaður hefur verið á Vogi vegna fjárskorts. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir þar, hefur boðað að loka verði unglingadeild, hætta meðferð ópíumfíkla, skera niður flýti- og bráðamóttöku og fækka innlögnum úr 2.350 í 2.100 eftir áramót. Með þessu móti ætlar sjúkrahúsið að spara 45 milljónir. Um 40 unglingar undir 16 ára aldri voru lagðir inn á Vog á síðasta ári. Um 40–45 ópíumfíklar eru þar í meðferð. Þeim hefur fjölgað um 15 á rúmu ári. Kostnað hefur SÁÁ borið einhliða. Um 2.500 ráðgjafarviðtöl eru veitt árlega. Flýtiinnlagnir í framhaldi af því hafa verið um 700. Þá hafa verið 100 innlagnir þar sem sjúklingar hafa komið frá bráðamóttöku spítalanna og verið lagðir beint inn. Þessir 800 hefðu ella þurft að fara á biðlista. "Við komum þessari þjónustu á fyrir nær tveimur árum vegna vaxandi hlutdeildar okkar í bráðaþjónustunni, þegar Landspítalinn dró úr henni," sagði Þórarinn. "En við getum ekki haldið þessu úti lengur. Eftir áramót verðum við að óbreyttu að vísa fólki á bráðamóttökur spítalanna." Sigurður Guðmundsson landlæknir sagði mjög miður ef starfsemi SÁÁ raskaðist. Ekki síst umönnun svokallaðra ópíumfíkla, sem áður hefðu leitað til lækna úti í bæ. "Þetta hefur gjörbreytt stöðu þessara fíkla. Það er miklu minna um að við fáum ábendingar og kvartanir um vandamál tengd meðferð þeirra. Hún hefur batnað mikið og orðið skipulagðari eftir að hún fluttist á Vog." Þá sagði landlæknir áhyggjuefni ef unglingadeildinni yrði lokað. Hann kvaðst vænta þess að til þessa samdráttar í starfi SÁÁ kæmi ekki í þeim mæli er boðað hefði verið. "Við þurfum að leita allra leiða til að sinna heilbrigðisþjónustunni sem best," sagði hann,"en við höfum ekki ótakmarkað fé til þess."
Fréttir Innlent Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira