Innlent

Undirstaða lífsins

Mjólk er undirstaða lífsins segir Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra sem í dag tilkynnti um óbreytt mjólkurverð, þriðja árið í röð. Guðni eru reiðubúinn að skoða opinbera niðurgreiðslu mjólkur og annarra matvæla til skólabarna og segir alla Íslendinga eiga að hafa efni á góðum mat. Verðlagsnefnd búvöru hefur ákveðið að heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum skuli haldast óbreytt um áramótin. Bændur fái hins vegar þriggja komma fjögurra prósenta hækkun sem sé í fullu samræmi við hækkun vísitölu neysluverðs. Þetta eru gleðifréttir í stíl við skattalækkunarfrumvarp ríkisstjórnarinnar segir landbúnaðarráðherra. Hagræðing í mjólkuriðnaði hafi nú sparað neytendum fjögur hundruð milljónum króna árlega síðusta áratuginn. Hann segir kerfið okkar gott, opinber gegnsæ verðlagning og löglegt samráð, neytendum tryggt gott verð og atvinnugreinin fær tækifæri til að styrkjast áður en hún fær samkeppni utan úr heimi. Það eina sem veldur áhyggjum sé minnkandi mjólkurneysla íslensku þjóðarinnar. Guðni segir gríðarlega mikilvægt að allir átti sig á því að mjólkurvaran sé undirstaða lífsins. Guðni segir vel koma til greina að niðurgreiða mjólk til barna og unglinga í ljósi þess að læknar segja okkur leggja inn í beinabankann fyrir tvítugt en taka út úr honum eftir fimmtugt. Hann telur afar mikilvægt að börn fái notið hollrar fæðu. Hann segist hafa glaðst yfir því að sjá hvaða mat sé boðið upp á í skólunum. Guðni segir að sveitarfélögin og ríkið þurfi að koma saman að því að öll börn hafi efni á því að borða góðan og hollan mat í skólanum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×