Innlent

Óbreytt mjólkurverð

Verðlag á mjólk og mjólkurvörum verður óbreytt, þriðja árið í röð. Þetta er niðurstaða verðlagsnefndar búvara, sem landbúnaðarráðherra mun kynna á blaðamannafundi í hádeginu. Verðmyndun á mjólkurvörum heyrir ekki undir samkeppnislög heldur búvörulög en samkvæmt þeim er það verðlagsnefnd búvara, svokölluð sexmannanefnd, sem ákveður verð búvara í heildsölu og afurðaverð til bænda. Samtök launþega tilnefna tvo fulltrúa í nefndina og er annar þeirra frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja og hinn frá Alþýðusambandi Íslands.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×