Innlent

Velferðarsjóður barna verðlaunaður

Velferðarsjóður barna fékk í dag verðlaun Barnaheilla fyrir sérstakt framlag í þágu barna og réttinda þeirra. Áður hafa Barnahús og Hringurinn hlotið viðurkenningu Barnaheilla. Velferðarsjóð barna stofnuðu Íslensk erfðagreining og heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið snemma árs 2000. Sjóðurinn á um 600 milljónir króna en stofnfé hans, 500 milljónir króna, var gjöf ÍE til íslenskra barna. Sjóðurinn hefur veitt alls um 300 milljónir króna í styrki til verkefna sem efla velferð barna, eins og til fyrsta hvíldar- og hjúkrunarheimilisins fyrir langveik börn, Rjóðurs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×