Dæmdir fyrir líkamsárás 19. nóvember 2004 00:01 Annþór Kristján Karlsson var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir líkamsárás í apríl 2003. Þá réðst hann ásamt Ólafi Valtý Rögnvaldssyni á mann í gistiheimili við Skólavörðustíg og sló hann nokkrum sinnum með kylfu en Ólafur kastaði keramikdiskum í höfuð mannsins. Fórnarlambið brotnaði á handlegg, hlaut sár á enni og augabrún þegar hann fékk disk í andlitið og marðist á fótlegg vegna barsmíða. Ólafur var dæmdur í tveggja ára fangelsi. Bæði Annþór og Ólafur neituðu sök og kröfðust sýknu. Sá sem ráðist var á skuldaði húsráðanda gistiheimilisins leigu og var því gert að yfirgefa íbúðina. Leiddi deila um þetta til áfloga milli húsráðandans, leigjandans og föður hans. Daginn eftir brutu þeir Ólafur og Annþór sér leið inn í íbúðina og sögðust vera komnir til að henda leigjandanum út úr íbúðinni. Maðurinn, sem var mjaðmagrindarbrotinn, flúði upp í rúm og reyndi að skýla sér þar en Annþór lét höggin dynja á honum. Ólafur stöðvaði barsmíðarnar og þótti nóg komið þegar farið var að blæða mikið úr andliti fórnarlambsins, sem var flutt á slysadeild í kjölfarið. Annþór og Ólafur voru handteknir á Keflavíkurflugvelli nokkrum dögum seinna á leið úr landi. Þeir voru eftirlýstir af lögreglu. Þeir viðurkenndu við yfirheyrslu að hafa farið á gistiheimilið við Skólavörðustíg til að bera leigjandanum þau boð að hann ætti að flytja úr íbúð sinni. Þar hafi þeir ráðist á hann og meðal annars barið hann í handlegg og fætur með trékylfu. Annþór er fæddur árið 1976 og hefur frá árinu 1993 verið dæmdur átta sinnum fyrir brot gegn almennum hegningarlögum. Þá hefur hann verið dæmdur í sjö mánaða fangelsi fyrir fíkniefnabrot. Dómara Héraðsdóms þótti árásin bera vott um miskunnarleysi Annþórs og því var refsing ákveðin fangelsi í tvö og hálft ár. Ólafur er fæddur árið 1977 og á einnig að baki sakaferil. Hefur hann sex sinnum verið dæmdur fyrir brot gegn almennum hegningarlögum, fíkniefnalögum og umferðarlögum frá árinu 1996. Þó að atlaga hans hafi ekki verið eins harkaleg og Annþórs var refsing hans ákveðin fangelsi í tvö ár. Fréttir Innlent Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Annþór Kristján Karlsson var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir líkamsárás í apríl 2003. Þá réðst hann ásamt Ólafi Valtý Rögnvaldssyni á mann í gistiheimili við Skólavörðustíg og sló hann nokkrum sinnum með kylfu en Ólafur kastaði keramikdiskum í höfuð mannsins. Fórnarlambið brotnaði á handlegg, hlaut sár á enni og augabrún þegar hann fékk disk í andlitið og marðist á fótlegg vegna barsmíða. Ólafur var dæmdur í tveggja ára fangelsi. Bæði Annþór og Ólafur neituðu sök og kröfðust sýknu. Sá sem ráðist var á skuldaði húsráðanda gistiheimilisins leigu og var því gert að yfirgefa íbúðina. Leiddi deila um þetta til áfloga milli húsráðandans, leigjandans og föður hans. Daginn eftir brutu þeir Ólafur og Annþór sér leið inn í íbúðina og sögðust vera komnir til að henda leigjandanum út úr íbúðinni. Maðurinn, sem var mjaðmagrindarbrotinn, flúði upp í rúm og reyndi að skýla sér þar en Annþór lét höggin dynja á honum. Ólafur stöðvaði barsmíðarnar og þótti nóg komið þegar farið var að blæða mikið úr andliti fórnarlambsins, sem var flutt á slysadeild í kjölfarið. Annþór og Ólafur voru handteknir á Keflavíkurflugvelli nokkrum dögum seinna á leið úr landi. Þeir voru eftirlýstir af lögreglu. Þeir viðurkenndu við yfirheyrslu að hafa farið á gistiheimilið við Skólavörðustíg til að bera leigjandanum þau boð að hann ætti að flytja úr íbúð sinni. Þar hafi þeir ráðist á hann og meðal annars barið hann í handlegg og fætur með trékylfu. Annþór er fæddur árið 1976 og hefur frá árinu 1993 verið dæmdur átta sinnum fyrir brot gegn almennum hegningarlögum. Þá hefur hann verið dæmdur í sjö mánaða fangelsi fyrir fíkniefnabrot. Dómara Héraðsdóms þótti árásin bera vott um miskunnarleysi Annþórs og því var refsing ákveðin fangelsi í tvö og hálft ár. Ólafur er fæddur árið 1977 og á einnig að baki sakaferil. Hefur hann sex sinnum verið dæmdur fyrir brot gegn almennum hegningarlögum, fíkniefnalögum og umferðarlögum frá árinu 1996. Þó að atlaga hans hafi ekki verið eins harkaleg og Annþórs var refsing hans ákveðin fangelsi í tvö ár.
Fréttir Innlent Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira