Innlent

Kúluskítur og snjóhús

Mývatni ehf. hlotnast Nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar í ár en þau voru afhent í fyrsta sinn í gær. Mývatn ehf. er ferðaþjónustufyrirtæki Yngva Ragnars Kristjánssonar í Mývatnssveit en hann hefur verið ötull við að bjóða upp á nýjungar í sveitinni til að laða að ferðamenn utan háannatíma. Hefur hann meðal annars efnt til Kúluskítshátíðar en kúluskítur en fágætur þörungur sem aðeins vex í tveimur vötnum í heiminum, Mývatni og í Akanvatni í Japan. Að auki hefur Yngvi reist heljarinnar snjóhús og boðið þar ferðamönnum upp á veitingar. Í ráði er að halda hestaískeppni á Mývatni á útmánuðum næsta árs og viðbúið að hún dragi að fjölda erlendra ferðamanna. Hótel Aldan á Seyðisfirði hlaut einnig sérstaka viðurkenningu fyrir að blása nýju lífi í gömul hús í bænum og breyta þeim í hótel. Þegar hafa tvö slík verið tekin í notkun og áætlað að þeim fjölgi með árunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×