Innlent

Breytt dagsetning samræmdra prófa

Dagsetningum samræmdra lokaprófa í 10. bekk næstkomandi vor hefur verið breytt vegna þeirrar röskunar sem orðið hefur á skólahaldi í grunnskólum í haust. Röð prófanna hefur einnig að nokkru leyti verið breytt frá því sem áður var tilkynnt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu. Prófgreinar og prófdagar í 10. bekk grunnskóla vorið 2005 verða sem hér segir:Íslenska: mánudagur 9. maí kl. 9.00-12.00 Enska: þriðjudagur 10. maí kl. 9.00-12.00 Stærðfræði: fimmtudagur 12. maí kl. 9.00-12.00 Danska: föstudagur 13. maí kl. 9.00-12.00 Samfélagsfræði: þriðjudagur 17. maí kl. 9.00-12.00 Náttúrufræði: miðvikudagur 18. maí kl. 9.00-12.00


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×