Stjórnvöld sofandi? 16. nóvember 2004 00:01 Bryndís Hlöðversdóttir alþingismaður spurði á Alþingi í dag hvort íslensk stjórnvöld flytu sofandi að feigðarósi í málefnum útlendinga. Hún var málshefjandi í utandagskrárumræðum um niðurstöður nýrrar könnunar um viðhorf til útlendinga. Niðurstöður skoðanakönnunarinnar leiddu í ljós að fordómar í samfélaginu gagnvart útlendingum væru að aukast og sláandi munur er á þessari könnun og könnun sem gerð var fimm árum. Bryndís Hlöðversdóttir vildi vita, hver væri stefna ríkisstjórnarinnar í málefnum innflytjenda og hvað félagsmálaráðherra ætlaði að aðhafast í framhaldi af þessari könnun. Hún sagði löggjöf um útlendinga til þess fallna að einangra þá og ala á fordómum. Einnig skorti á fræðslu til útlendinga og til íslendinga um önnur menningarsamfélög. Hún sagðist telja mjög mikilvægt að gerð yrði rannsókn á útlendingum hér á landi og viðhorfum Íslendinga til þeirra. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður vinstri grænna, sagði að íslensk löggjöf væri um margt fjandsamleg útlendingum. Til að mynda ákvæði um vistarbönd útlendinga, þar sem atvinnurekendur færu með atvinnuleyfi starfsmanna og löggjöf í málefnum útlendra kvenna sem færu frá eiginmönnum sínum. hún sagði íslensk stjórnvöld hafa skellt skollaeyrum við vísbendingum frá fjölmörgum einstaklingum og félagasamtökum sem ynnu í málefnum útlendinga. Árni Magnússon, félagsmálaráðherra, sagði niðurstöður könnunarinnar sláandi og full þörf væri á því að rannsaka hag innflytjenda almennt. Hann lýsti sagði að niðurstaða Gallup könnunarinnar hefði komið á óvart, Sérlega afstaða til innflytjenda sem koma hingað til starfa en atvinnuþátttaka innflytjenda væri hér mun meiri en í nágrannalöndunum. Guðrún Ögmundsdóttir, þingmaður Samfylkingar nefndi það að Íslendingar erlendis væru ef til vill ekki mikið skárri, enda væru dæmi um Íslendinga í Danmörku, sem ekki töluðu dönsku. Fréttir Innlent Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira
Bryndís Hlöðversdóttir alþingismaður spurði á Alþingi í dag hvort íslensk stjórnvöld flytu sofandi að feigðarósi í málefnum útlendinga. Hún var málshefjandi í utandagskrárumræðum um niðurstöður nýrrar könnunar um viðhorf til útlendinga. Niðurstöður skoðanakönnunarinnar leiddu í ljós að fordómar í samfélaginu gagnvart útlendingum væru að aukast og sláandi munur er á þessari könnun og könnun sem gerð var fimm árum. Bryndís Hlöðversdóttir vildi vita, hver væri stefna ríkisstjórnarinnar í málefnum innflytjenda og hvað félagsmálaráðherra ætlaði að aðhafast í framhaldi af þessari könnun. Hún sagði löggjöf um útlendinga til þess fallna að einangra þá og ala á fordómum. Einnig skorti á fræðslu til útlendinga og til íslendinga um önnur menningarsamfélög. Hún sagðist telja mjög mikilvægt að gerð yrði rannsókn á útlendingum hér á landi og viðhorfum Íslendinga til þeirra. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður vinstri grænna, sagði að íslensk löggjöf væri um margt fjandsamleg útlendingum. Til að mynda ákvæði um vistarbönd útlendinga, þar sem atvinnurekendur færu með atvinnuleyfi starfsmanna og löggjöf í málefnum útlendra kvenna sem færu frá eiginmönnum sínum. hún sagði íslensk stjórnvöld hafa skellt skollaeyrum við vísbendingum frá fjölmörgum einstaklingum og félagasamtökum sem ynnu í málefnum útlendinga. Árni Magnússon, félagsmálaráðherra, sagði niðurstöður könnunarinnar sláandi og full þörf væri á því að rannsaka hag innflytjenda almennt. Hann lýsti sagði að niðurstaða Gallup könnunarinnar hefði komið á óvart, Sérlega afstaða til innflytjenda sem koma hingað til starfa en atvinnuþátttaka innflytjenda væri hér mun meiri en í nágrannalöndunum. Guðrún Ögmundsdóttir, þingmaður Samfylkingar nefndi það að Íslendingar erlendis væru ef til vill ekki mikið skárri, enda væru dæmi um Íslendinga í Danmörku, sem ekki töluðu dönsku.
Fréttir Innlent Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira