Innlent

Staða ríkislögreglustjóra óæskileg

Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hefur aðeins mannafla til að vinna að rannsókn mála sem berast henni með kærum en getur ekki hafið rannsókn mála að eigin frumkvæði. Þetta kom fram í svari Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur alþingismanns. Dómsmálaráðherra telur hins vegar að það væri æskilegt að efnahagsbrotadeildin gæti sjálf hafið rannsókn mála vegna eðlis þeirra málaflokka sem hún fæst við. Brotaþolar eigi í flestum tilvikum erfitt með að gæta sjálfir réttar síns, ekki síst eigendur lítils hluta hlutafjár, aðilar að lífeyrissjóði, skattgreiðendur og greiðendur vöru og þjónustu sem ekki eru í aðstöðu til að gæta réttinda sinna, til dæmis með því að vekja athygli yfirvalda og kæra til lögreglu. Þá kemur fram í svarinu að dráttur á rannsókn mála hafi nokkrum sinnum leitt til þess að refsingar voru mildaðar. Umfang mála hafi aukist mikið en starfsfólki sem sinnir rannsóknum fjölgaði úr tíu í fjórtán frá árinu 2001 til 2003.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×