Ísland ber ábyrgð á stríðsglæpum 16. nóvember 2004 00:01 Enginn ráðherra ríkisstjórnarinnar var viðstaddur umræðu á Alþingi í gær, þar sem ríkisstjórnin var sökuð um að bera ábyrgð á stríðsglæpum sem framdir væru þessa dagana borginni Fallujah í Írak. Til umræðu var tillaga formanna allra stjórnarandstöðuflokkanna um að hætta stuðningi við innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak og stofna rannsóknarnefnd til að grafast fyrir um orsök stuðningsins Íslands við stríðið. Fyrsti flutningsmaður Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar sagði: "Ég kenni til að vera Íslendingur og bera siðferðilega ábyrgð. Voðaverkin í Falluja eru á ábyrgð allra þeirra 30 þjóða sem eru á lista yfir hinar viljugu þjóðir." Sólveig Pétursdóttir, formaður utanríkismálanefndar varð til andsvara af hálfu stjórnarliða.. Sagði hún að Ísland hefði treyst því mati bandamanna að heimsfriðnum hefði stafað hætta af ógnarstjórn Saddams Hússeins. "Við erum ekki í stakk búin til að véfengja slíkar upplýsingar, við höfum ekki leyniþjónustu." Þórunn Sveinbjarnardóttir, Samfylkingu gagnrýndi málflutning Sólveigar og spurði hvort henni væri ekki kunnugt um að engin gereyðingarvopn hefðu fundist í Írak og viðurkennt væri að Al Quadea ætti ekki "lögheimili" í Bagdad eins og fullyrt hefði verið fyrir innrás. Hvössustu orðaskiptin urðu þegar Ögmundur Jónasson, vinstri grænum líkti framferði Bandaríkjamanna í írak við nasista í síðari heimsstyrjöldinni. Sagði að hann að Bandaríkjamenn væru að fremja stríðsglæpi í Fallujah og kallaði George W. Bush, forseta "stríðsglæpamann": "Í Fallujah er verið að fremja stríðsglæpi á ábyrgð íslenskra stjórnvalda." Einar K. Guðfinnsson, Sjálfstæðisflokki gerði harða hríð að Ögmundi og benti á að hann hafi verið andsnúinn bæði innrásinni og viðskiptaþvingunum Sameinuðu Þjóðanna gegn Írak: "Hann vildi una því að Saddam Hússein yrði harðstjóri um ókomin ár." Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Enginn ráðherra ríkisstjórnarinnar var viðstaddur umræðu á Alþingi í gær, þar sem ríkisstjórnin var sökuð um að bera ábyrgð á stríðsglæpum sem framdir væru þessa dagana borginni Fallujah í Írak. Til umræðu var tillaga formanna allra stjórnarandstöðuflokkanna um að hætta stuðningi við innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak og stofna rannsóknarnefnd til að grafast fyrir um orsök stuðningsins Íslands við stríðið. Fyrsti flutningsmaður Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar sagði: "Ég kenni til að vera Íslendingur og bera siðferðilega ábyrgð. Voðaverkin í Falluja eru á ábyrgð allra þeirra 30 þjóða sem eru á lista yfir hinar viljugu þjóðir." Sólveig Pétursdóttir, formaður utanríkismálanefndar varð til andsvara af hálfu stjórnarliða.. Sagði hún að Ísland hefði treyst því mati bandamanna að heimsfriðnum hefði stafað hætta af ógnarstjórn Saddams Hússeins. "Við erum ekki í stakk búin til að véfengja slíkar upplýsingar, við höfum ekki leyniþjónustu." Þórunn Sveinbjarnardóttir, Samfylkingu gagnrýndi málflutning Sólveigar og spurði hvort henni væri ekki kunnugt um að engin gereyðingarvopn hefðu fundist í Írak og viðurkennt væri að Al Quadea ætti ekki "lögheimili" í Bagdad eins og fullyrt hefði verið fyrir innrás. Hvössustu orðaskiptin urðu þegar Ögmundur Jónasson, vinstri grænum líkti framferði Bandaríkjamanna í írak við nasista í síðari heimsstyrjöldinni. Sagði að hann að Bandaríkjamenn væru að fremja stríðsglæpi í Fallujah og kallaði George W. Bush, forseta "stríðsglæpamann": "Í Fallujah er verið að fremja stríðsglæpi á ábyrgð íslenskra stjórnvalda." Einar K. Guðfinnsson, Sjálfstæðisflokki gerði harða hríð að Ögmundi og benti á að hann hafi verið andsnúinn bæði innrásinni og viðskiptaþvingunum Sameinuðu Þjóðanna gegn Írak: "Hann vildi una því að Saddam Hússein yrði harðstjóri um ókomin ár."
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira