Ísland ber ábyrgð á stríðsglæpum 16. nóvember 2004 00:01 Enginn ráðherra ríkisstjórnarinnar var viðstaddur umræðu á Alþingi í gær, þar sem ríkisstjórnin var sökuð um að bera ábyrgð á stríðsglæpum sem framdir væru þessa dagana borginni Fallujah í Írak. Til umræðu var tillaga formanna allra stjórnarandstöðuflokkanna um að hætta stuðningi við innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak og stofna rannsóknarnefnd til að grafast fyrir um orsök stuðningsins Íslands við stríðið. Fyrsti flutningsmaður Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar sagði: "Ég kenni til að vera Íslendingur og bera siðferðilega ábyrgð. Voðaverkin í Falluja eru á ábyrgð allra þeirra 30 þjóða sem eru á lista yfir hinar viljugu þjóðir." Sólveig Pétursdóttir, formaður utanríkismálanefndar varð til andsvara af hálfu stjórnarliða.. Sagði hún að Ísland hefði treyst því mati bandamanna að heimsfriðnum hefði stafað hætta af ógnarstjórn Saddams Hússeins. "Við erum ekki í stakk búin til að véfengja slíkar upplýsingar, við höfum ekki leyniþjónustu." Þórunn Sveinbjarnardóttir, Samfylkingu gagnrýndi málflutning Sólveigar og spurði hvort henni væri ekki kunnugt um að engin gereyðingarvopn hefðu fundist í Írak og viðurkennt væri að Al Quadea ætti ekki "lögheimili" í Bagdad eins og fullyrt hefði verið fyrir innrás. Hvössustu orðaskiptin urðu þegar Ögmundur Jónasson, vinstri grænum líkti framferði Bandaríkjamanna í írak við nasista í síðari heimsstyrjöldinni. Sagði að hann að Bandaríkjamenn væru að fremja stríðsglæpi í Fallujah og kallaði George W. Bush, forseta "stríðsglæpamann": "Í Fallujah er verið að fremja stríðsglæpi á ábyrgð íslenskra stjórnvalda." Einar K. Guðfinnsson, Sjálfstæðisflokki gerði harða hríð að Ögmundi og benti á að hann hafi verið andsnúinn bæði innrásinni og viðskiptaþvingunum Sameinuðu Þjóðanna gegn Írak: "Hann vildi una því að Saddam Hússein yrði harðstjóri um ókomin ár." Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til „Nýja Íslands“ Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Enginn ráðherra ríkisstjórnarinnar var viðstaddur umræðu á Alþingi í gær, þar sem ríkisstjórnin var sökuð um að bera ábyrgð á stríðsglæpum sem framdir væru þessa dagana borginni Fallujah í Írak. Til umræðu var tillaga formanna allra stjórnarandstöðuflokkanna um að hætta stuðningi við innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak og stofna rannsóknarnefnd til að grafast fyrir um orsök stuðningsins Íslands við stríðið. Fyrsti flutningsmaður Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar sagði: "Ég kenni til að vera Íslendingur og bera siðferðilega ábyrgð. Voðaverkin í Falluja eru á ábyrgð allra þeirra 30 þjóða sem eru á lista yfir hinar viljugu þjóðir." Sólveig Pétursdóttir, formaður utanríkismálanefndar varð til andsvara af hálfu stjórnarliða.. Sagði hún að Ísland hefði treyst því mati bandamanna að heimsfriðnum hefði stafað hætta af ógnarstjórn Saddams Hússeins. "Við erum ekki í stakk búin til að véfengja slíkar upplýsingar, við höfum ekki leyniþjónustu." Þórunn Sveinbjarnardóttir, Samfylkingu gagnrýndi málflutning Sólveigar og spurði hvort henni væri ekki kunnugt um að engin gereyðingarvopn hefðu fundist í Írak og viðurkennt væri að Al Quadea ætti ekki "lögheimili" í Bagdad eins og fullyrt hefði verið fyrir innrás. Hvössustu orðaskiptin urðu þegar Ögmundur Jónasson, vinstri grænum líkti framferði Bandaríkjamanna í írak við nasista í síðari heimsstyrjöldinni. Sagði að hann að Bandaríkjamenn væru að fremja stríðsglæpi í Fallujah og kallaði George W. Bush, forseta "stríðsglæpamann": "Í Fallujah er verið að fremja stríðsglæpi á ábyrgð íslenskra stjórnvalda." Einar K. Guðfinnsson, Sjálfstæðisflokki gerði harða hríð að Ögmundi og benti á að hann hafi verið andsnúinn bæði innrásinni og viðskiptaþvingunum Sameinuðu Þjóðanna gegn Írak: "Hann vildi una því að Saddam Hússein yrði harðstjóri um ókomin ár."
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til „Nýja Íslands“ Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira