Ísland ber ábyrgð á stríðsglæpum 16. nóvember 2004 00:01 Enginn ráðherra ríkisstjórnarinnar var viðstaddur umræðu á Alþingi í gær, þar sem ríkisstjórnin var sökuð um að bera ábyrgð á stríðsglæpum sem framdir væru þessa dagana borginni Fallujah í Írak. Til umræðu var tillaga formanna allra stjórnarandstöðuflokkanna um að hætta stuðningi við innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak og stofna rannsóknarnefnd til að grafast fyrir um orsök stuðningsins Íslands við stríðið. Fyrsti flutningsmaður Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar sagði: "Ég kenni til að vera Íslendingur og bera siðferðilega ábyrgð. Voðaverkin í Falluja eru á ábyrgð allra þeirra 30 þjóða sem eru á lista yfir hinar viljugu þjóðir." Sólveig Pétursdóttir, formaður utanríkismálanefndar varð til andsvara af hálfu stjórnarliða.. Sagði hún að Ísland hefði treyst því mati bandamanna að heimsfriðnum hefði stafað hætta af ógnarstjórn Saddams Hússeins. "Við erum ekki í stakk búin til að véfengja slíkar upplýsingar, við höfum ekki leyniþjónustu." Þórunn Sveinbjarnardóttir, Samfylkingu gagnrýndi málflutning Sólveigar og spurði hvort henni væri ekki kunnugt um að engin gereyðingarvopn hefðu fundist í Írak og viðurkennt væri að Al Quadea ætti ekki "lögheimili" í Bagdad eins og fullyrt hefði verið fyrir innrás. Hvössustu orðaskiptin urðu þegar Ögmundur Jónasson, vinstri grænum líkti framferði Bandaríkjamanna í írak við nasista í síðari heimsstyrjöldinni. Sagði að hann að Bandaríkjamenn væru að fremja stríðsglæpi í Fallujah og kallaði George W. Bush, forseta "stríðsglæpamann": "Í Fallujah er verið að fremja stríðsglæpi á ábyrgð íslenskra stjórnvalda." Einar K. Guðfinnsson, Sjálfstæðisflokki gerði harða hríð að Ögmundi og benti á að hann hafi verið andsnúinn bæði innrásinni og viðskiptaþvingunum Sameinuðu Þjóðanna gegn Írak: "Hann vildi una því að Saddam Hússein yrði harðstjóri um ókomin ár." Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Enginn ráðherra ríkisstjórnarinnar var viðstaddur umræðu á Alþingi í gær, þar sem ríkisstjórnin var sökuð um að bera ábyrgð á stríðsglæpum sem framdir væru þessa dagana borginni Fallujah í Írak. Til umræðu var tillaga formanna allra stjórnarandstöðuflokkanna um að hætta stuðningi við innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak og stofna rannsóknarnefnd til að grafast fyrir um orsök stuðningsins Íslands við stríðið. Fyrsti flutningsmaður Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar sagði: "Ég kenni til að vera Íslendingur og bera siðferðilega ábyrgð. Voðaverkin í Falluja eru á ábyrgð allra þeirra 30 þjóða sem eru á lista yfir hinar viljugu þjóðir." Sólveig Pétursdóttir, formaður utanríkismálanefndar varð til andsvara af hálfu stjórnarliða.. Sagði hún að Ísland hefði treyst því mati bandamanna að heimsfriðnum hefði stafað hætta af ógnarstjórn Saddams Hússeins. "Við erum ekki í stakk búin til að véfengja slíkar upplýsingar, við höfum ekki leyniþjónustu." Þórunn Sveinbjarnardóttir, Samfylkingu gagnrýndi málflutning Sólveigar og spurði hvort henni væri ekki kunnugt um að engin gereyðingarvopn hefðu fundist í Írak og viðurkennt væri að Al Quadea ætti ekki "lögheimili" í Bagdad eins og fullyrt hefði verið fyrir innrás. Hvössustu orðaskiptin urðu þegar Ögmundur Jónasson, vinstri grænum líkti framferði Bandaríkjamanna í írak við nasista í síðari heimsstyrjöldinni. Sagði að hann að Bandaríkjamenn væru að fremja stríðsglæpi í Fallujah og kallaði George W. Bush, forseta "stríðsglæpamann": "Í Fallujah er verið að fremja stríðsglæpi á ábyrgð íslenskra stjórnvalda." Einar K. Guðfinnsson, Sjálfstæðisflokki gerði harða hríð að Ögmundi og benti á að hann hafi verið andsnúinn bæði innrásinni og viðskiptaþvingunum Sameinuðu Þjóðanna gegn Írak: "Hann vildi una því að Saddam Hússein yrði harðstjóri um ókomin ár."
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira