Innlent

Segir göngin geðveiki

"Mér finnst þetta vera geðveiki. Ég hef einu sinni farið til Vestmannaeyja og ef mig langaði óskaplega aftur þá gæti ég alveg eins flogið eða tekið ferju," segir Gunnar Lárus Hjálmarsson, tónlistarmaður, einnig þekktur sem Dr. Gunni. Hann telur út úr öllu korti að leggja í ógnarkostnað við að leggja jarðgöng milli lands og Eyja. "Þetta er fínasta eyja og allt það, en 27 milljarðar í göng eru bara geðveiki. Íbúarnir verða þá að borga sjálfir. Það er enginn að biðja þetta fólk að búa þarna," segir hann og bætir við göngin séu "fáránlegt rugl". Gunnar Lárus er þó ekki afhuga jarðgöngum í sjálfu sér og bendir á að Hvalfjarðargöngin nýtist mörgum og séu mikil samgöngubót. "En þessi göng myndu ekki nýtast öðrum en Vestmannaeyingum. Hvað hefur maður svo sem að gera til Vestmannaeyja?" spyr hann og hlær. "Það var fín upplifun á sínum tíma að koma þarna inn með Herjólfi."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×